Ég er hérna að sjá að Man Utd eru tilfinningalega séð sárir eftir þennan leik enda er það skiljanlegt, alltaf á sínum tíma þegar Liverpool fengu að lúta því lægra gegn Man Utd á þeim árum þá get ég alls ekki sagt að mér hafi liðið neitt vel. En ég vill koma hér með nokkur comment.
Finisboy: Hvað er málið með þig? Þú kemur hingað inn á huga og lætur eins og það sé í lagi að orða þetta svona. Liverpool vörðust bara meira en sóttu, enda er ekki ástæðan önnur en sú að það sé ástæðan fyrir að Man Utd menn náðu ekki alveg að höndla vörnina, enda var Henchoz á frábærum degi og Hyypia líka traustur eins og ávallt. Svo var hinn ungi Stephen Wright að sína að hann lofar góður hvað varðar framtíðina.
En viltu ekki koma með rök fyrir því afhverju þetta hafi verið “heppnismark” hjá Danny Murphy? Var ekkert unnið að þessu? Stephen Gerrard sendi góðan bolta á hann og hann kláraði þetta bara eins og alvöru fótboltamaður, og því í ósköpunum heldurðu að hann sé samkynhneigður og hvað kæmi þér það einnig við?
RuTiEt: Hvað kallar þú leiðinlegann fótbolta? Eins og þú nefndir jú að Liverpool einbeiti sér betur að varnarleiknum og vilja frekar verjast en sækjast, það er jú satt hjá þér en er það eitthvað vitlaust? Er það ekki grundvallaratriði fótboltans að verjast?
Ég tek t.d. eftir með boxið þá er boxari ekki að sækja mikið á andstæðinginn bara því hann vill verjast, heldur þolinmæðinni allann tímann í lægð þangað til andstæðingurinn þreytist svo skyndilega kemur hann með lokahögg(knock-out) og vinnur, þá er hann kallaður snillingur en svo í fótbolta ef lið spilar svona þá er skitið yfir það.
Alveg fáranlegt.