Ég er stuðningsmaður AC Milan og hef verið svo gott sem alla mína ævi. Gengi þeirra hefur eins og þeir sem eitthvað fylgjast með ítalska boltanum ekki verið nógu gott undanfarið og mér hefur sárnað það pínulítið þar sem liðið er skipað snillingum á borð við Rui Costa, Shevchenko og Maldini ásamt fleirum. Spurningin er sú að er Ancelotti maðurinn sem getur vakið risann eða á að skipta um mann????
Skoðun mín á þessu er sú að leyfa honum að halda áfram og byrja að hugsa um næsta tímabil þar sem ég tel liðið ekki nægilega samhæft til að vinna og vörnin er alls ekki nógu sterk. Því ættu þeir að kaupa Cannavaro eða einhvern álíka fyrir næsta tímabil og reyna að taka þetta þá.