Internazionale trónir á toppi Serie A eftir leiki dagsins. Inter
fékk Parma í heimsókn og komst yfir strax á 3. mínútu þegar
boltinn hrökk af Nestor Sensini í markið. Christian Vieri
gulltryggði síðan sigurinn fimm mínútum fyrir leikslok með
fallegu skoti af löngu færi.
Roma varð að sætta sig við jafntefli í Udine. David Di Michele
kom Udinese yfir undir lok fyrri hálfleiks en Gabriel Batistuta
jafnaði sjö mínútum fyrir leikslok.
Juventus hélt sigurgöngu sinni áfram og sigraði Atalanta 3-0 á
Delle Alpi. Alessio Tacchinardi skoraði fyrsta markið og David
Trézéguet bætti síðan tveimur við.
Nýliðar Chievo virðast hins vegar vera að missa flugið. Þeir sóttu
Bologna heim og máttu þola 1-3 tap. Lamberto Zauli kom
heimamönnum yfir í fyrri og Ricardo Cruz bætti öðru við á 70.
mínútu. Luigi Beghetto minnkaði muninn mínútu síðar en Zauli
bætti þriðja marki Bologna við undir lokinn og innsiglaði góðan
sigur.
Lazio náði heldur betur að rífa sig um eftir dapurt gengi og
burstaði Perugia 5-0. Simone Inzaghi, Claudio López, Stefano
Fiore, Dejan Stankovic og Paolo Negro skiptu mörkunum á
milli sín.
Massimo Oddo gerði eina mark leiksins þegar Verona sigraði
Venezia en viðureign Lecce og Piacenza endaði með
markalausu jafntefli.
Umferðin klárast í kvöld með leik Fiorentina og AC Milan.