Fram varð Íslandsmeistari í knattspyrnu innanhúss um seinustu helgi, þegar KR-ingar voru lagðir í úrslitaleik með fjórum mörkum gegn engu. Leikið var í Smáranum í Kópavogi. Fram lagði Þrótt 4-0 í 8.liða úrslitum, KR vann Keflavík naumlega 4-3, Völsungur vann Víking 5-4 og íslandsmeistararnir frá því í fyrra, Þór Akureyri, sigraði Breiðablik 3-2. Í Undanúrslitum vann Fram síðan Þór 2-1 og KR sló Völsung út með 3-2 sigri. Markvörðurinn Gunnar Sigurðsson, Ásmundur Arnarsson og Ómar Hákonarsson (tvö) skoruðu fyrir Fram í úrslitaleiknum og tryggðu þeim Íslandsmeistaratitilinn innanhúss 2002. Í kvennaflokki sigraði KR lið Vals í úrslitaleik 3-1.
Sitt sýnist hverjum um framtíð þessa móts og sagði Þorvaldur Örlyggson þjálfari KA í viðtali á Stöð tvö að nú væri rétti tíminn til að leggja þetta mót niður. Nú er verið að byggja glæsilega knattspyrnuhöll í Grafarvogi og byggja yfir Gervigras Breiðabliks og það bætir aðstöðu íslenskra knattspyrnumanna á veturna gífurlega. Mér finnst þó að það sé samt algjör óþarfi að hætta með innanhúss-mótin því að það er gaman að því að hafa svona keppni eina helgi á ári.