Colin Todd rekinn frá Hrútum
Derby County rak í dag stjórann Colin Todd en hann hefur
aðeins verið þrjá mánuði við stjórnvölinn á Pride Park. Það hefur
gengið hörmulega hjá félaginu í síðustu leikjum og í byrjun
janúar féll liðið úr bikarnum þegar það tapaði gegn Bristol
Rovers á heimavelli. Keith Loring sagði að stjórnin hefði verið
sammála um að eitthvað yrði að gera við þessu slæma gengi.
Varaliðsþjálfarinn Billy McEwan mun stýra liðinu á laugardag
gegn Ipswich í sannkölluðum fallslag.
Fabrizio Ravanelli hefur verið orðaður við stjórastöðuna en hann
hefur neitað sögusögnunum. “Enginn hefur haft samband við
mig en ég hef séð þetta í blöðunum,” sagði Ravanelli. “Sem
stendur er ég að einbeita mér að því að spila með Derby County
en ef ég fæ þetta tækifæri í framtíðinni mun ég velta því fyrir
mér.”