Rugl með met
Þetta er búið að vera eitthvað rugl með markametið. Þetta met sem allir eru að tala um mun vera met í úrvalsdeildinni, sem stofnuð var árið 1992. Mark Stein setti það 1994. Ian Wright jafnaði metið 1997 og Shearer um sama leiti. Þeir skoruðu allir í 7 leikjum í röð, En þeir skoruðu allir úr vítaspyrnum í einhverjum tilvikum, en RvN hefur bara skorað með venjulegum hætti. Metið í efstu deild í Englandi, sem þá var fyrsta deild, er mun hærra. Dixie Dean skoraði 60 mörk í 36 leikjum í kringum 1930. Þar af skoraði hann að ég held í 18 leikjum í röð. Þar sem RvN er búinn að skora í 7 deildarleikjum í röð er hann nú einnig búinn að jafna metið, en á milli skoraði hann 2 mörk í bikarnum og er því búinn að skora 13 mörk í 9 leikjum.