
Ottavio Bianchi hefur tilnefnt Luciano Chiarugi sem arftaka Mancini í það vanþakkláta starf sem þjálfari liðsins. Ekki virðast þessi fjárhagsvandræði úr sögunni því að samkv. fréttum þarf La Viola að reiða fram 30-35 billjónir líra þann 16.jan til að borga skatta , laun og fleiri kostn.liði. Þó að liðið hafi náð jafntefli á móti Chievo 2-2 (einum fleiri seinustu 20 mín) , þar sem Adriano jafnaði á seinustu stundu , virðast vandræðin samt áfram að hrannast upp. Nú er maður bara farinn að sætta sig við að vera um miðja deild , ef þeir rífa nú bara upp um sig buxurnar , því þeir hafa engan veginn staðið undir væntingum á þessu tímabili.
Kv.