Ástæðan er sú að Bæjarar hafa sagt að hann kunni að vera á
förum frá liðinu. Jean Tigana virðist staðráðinn í að ná sér í
stóran framherja og þeir gerast nú ekki mikið vænni lurkarnir
en Jancker. Jancker er sagður ósáttur hjá þýsku meisturunum
og Uli Höness sagði á þriðjudag að framherjarnir væru of
margir og hann væri til í að selja hinn 27 ára Jancker ef rétt
tilboð bærist. “Ég er reiðubúinn til viðræðna ef við fáum tilboð
sem hentar okkur og leikmanninum,” sagði Höness. “Við erum
með fimm framherja í aðeins tvær stöður og það eru einfaldlega
einum of margir framherjar. Við fáum fyrirspurnir frá Englandi
daglega, þá langar mikið að fá hann þangað,” sagði Höness.
Jancker hefur mátt verma bekkinn mestan hluta tímabilsins
og hann vill ekkert frekar en að fá að spila svo hann eigi von
um að komast í HM-lið þýskra.