Svo gæti farið að David Beckham reyndi fyrir sér í formúlu 1 á næstunni.
Breska símfyrirtækið Vodafone, sem er aðalstuðningsaðili Manchester United og Ferrari formúlu 1 liðsins, er að reyna að fá Beckham til þess að setjast upp í formúlu 1 bíl og Michael Schumacher til þess að mæta á æfingu hjá United á Carrington.
“David og Michael eru tveir af þekktustu íþróttamönnum hemisins og það yrði frábært að reyna þeim að prófa hvernig hlutirnir ganga fyrir sig hjá hvor öðrum,” sagði heimildarmaður Daily Mirror hjá Vodafone.
“Samningur okkar við Ferrari tók gildi þann 1. janúar og við erum ánægður með þann sess sem okkur hefur hlotnast á bílnum og við vonumst alltaf eftir því að geta nýtt markaðstækifærin til hins ítrasta á áhugaverðan hátt.”
Roy Keane fór í fyrra fyrir lest United leikmanna sem eiga Ferrari bíla, sem fór á prófanir hjá Ferrari á Jerez brautinni á Spáni í fyrra og þar var David Beckham með í flokki.
Michael Schumacher er hins vegar mikill knattspyrnuáhugamaður og hefur m.a. leikið með liði formúlu 1 ökuþóra sem keppti við brasilískt úrvalslið, sem Ronaldo var í, í fyrravor.