Samkvæmt hinu mjög svo áreiðanlega dagblaði The Sun …hefur Dwight Yorke verið sektaður um 50.000 pund fyrir að vera of lengi úti!
Það á að hafa sést til hans í góðu geimi til klukkan 4 að morgni nýársdags á Sugar Lounge barnum í Manchester. Aldrei má maður ekki neitt!! Brotið er þó sennilega litið alvarlegri augum vegna þess að tveim dögum síðar mætti United Newcastle.
Yorke hefur átt mjög erfitt uppdráttar það sem af er þessu tímabili og hefur ekki átt upp á pallborðið hjá stjóranum.
Yorke hefur aðeins spilað í 15 leikjum og flestum þeirra sem varamaður. Aðeins eitt mark hefur komið frá honum það sem af er. Sögurnar um að Yorke fari sömu leið og Cole hafa því aldrei verið háværari en nú og kannski ekki síst út af væntanlegri, allavegana hugsanlegri, komu di Canio frá West Ham.
Middlesbrough og Fulham þykja líklegust til að reyna að landa hinum þrítuga Yorke. En hann verður þó ekki seldur fyrr en annar hefur verið keyptur til Trafford