Jæja…Nú er innan við hálft ár í stærsta íþróttaviðburð í heimi, HM í knattspyrnu og eins og staðan er núna í dag þá verður ekki sýnt frá HM í knattspyrnu.
Ef RÚV myndi sýna frá þessu þá erum við að tala um kostnað upp á 40 milljónir króna en svona mikill peningur er víst nóg til þess að halda úti Rás-2 bróðurpart árs. Ef Sýn myndi taka þetta að sér þá þyrtfi þessi upphæð að minnka allverulega til þess og sama gildir ef RÚV og Sýn myndi sýna frá þessu saman. Þetta er einfaldlega of mikill peningur.
Hvernig hefði verið fyrir RÚV að hugsa að sleppa að sýna frá EM í hanbolta karla og fleiri íþróttaviðburðum sem enginn(miðað við HM í knattspyrnu) nennir að horfa á. Reyndar er við að búast að svona litlir viðburðir kosti RÚV sama og ekki neitt miðað við HM í knattspyrnu.
Útvarpsstjóri lagði fram bréf á fundi framkvæmastjórnar RUV í lok síðasta árs þar sem hann vísaði til þess að hætta yrði útsendingum á stórviðburðum á sviði íþrótta, væntanlega vegna verðlagningar þeirra og þröngrar stöðu RUV. Ef þetta myndi falla í framkvæmd þá hefur RÚV enn minni rétt að krefjast þess að við landsmenn borgum þessi blessuðu afnotagjöld til þeirra, voða gaman eitthvað að “sjónvarp allra landsmanna” sé það slappt að þeir sýni ekki frá neinum stórviðburðum á sviði íþrótta, á meðan einkarekin sjónvarpsstöð sýni frá: Enska boltanum, Ítalska boltanum, Spænska boltanum, NBA og fleiri áhugaverðum viðburðum. Jújú RÚV er náttúrulega með nokkur tromp í hendinni fyrir utan að sýna frá EM handbolta karla…Þeir eru sko með Þýska boltann sem er örugglega einn sá leiðinlegasti og mest óspennandi bolti sem maður finnur þó að það séu nokkrir frábærir leikmenn sem spila þarna.
Svo eru litlar líkur að maður fari á knæpur til að horfa á HM þar sem það er haldið í Asíu og er einhver 12 tíma tímamismunur þar á milli. Hvað eigum við að gera ? Eruð þið að höndla þetta ? Ekkert HM??? HM knattspyrnu er örugglega yndislegasti mánuður í lífi hvers bolta-unnanda, ég veit að við erum ekki í einhverjum smáhóp, en einmitt á HM 94 horfðu 68% íslensku þjóðarinnar á úrslitaleik HM í Bandaríjunum, 17. júlí það ár kl. 19.30. Hér er var höggvið nærri Íslandsmeti í sjónvarpsáhorfi.
Hvað segið þið gott fólk ? Einhverjar hugmyndir ? Undirskriftar listi er allavega byrjun…Veit samt ekki hvað það gerir.