Reykjavíkurmótið innanhúss fór fram um síðustu helgi í íþróttahúsinu við Austurberg í Breiðholti. Fyrst var keppt í tveimur riðlum, í A-riðli lentu Fylkismenn í efsta sæti en þeir unnu alla leiki sína og þar á meðal Úlfana 18-0! Fjölnir lenti í öðru sæti í riðlinum, unnu öll lið fyrir utan Fylki. Leiknismenn unnu B-riðilinn með tveimur sigrum og tveimur jafnteflum. Þróttur, KR og Valur börðust um annað sætið og var það síðastnefnda liðið sem hreppti það. Í undanúrslitum unnum Valsmenn Fylki í hörkuspennandi leik sem fór í vítaspyrnukeppni og Fjölnir vann Leikni auðveldlega. Valsmenn urðu svo Reykjavíkurmeistarar í innanhúsknattspyrnu með því að leggja Fjölni að velli í úrslitaleiknum 1-0. Það var Elvar Guðjónsson sem skoraði sigurmark leiksins. Í kvennaflokki sigraði KR.
Um næstu helgi hefst Íslandsmót meistaraflokka karla og kvenna í innanhússknattspyrnu, en þá fer fram keppni í 1. deild karla, 1. deild kvenna og 3. deild karla. Leikið er í Smáranum og í Austurbergi:
1. deild karla: 12. - 13. janúar (Smárinn)
2. deild karla: 19.janúar Austurberg
3. deild karla: 13. janúar Austurberg
4. deild karla: 20. janúar Austurberg