Liverpool fór hreinlega á kostum gegn Derby í gær og greinilegt að liðið er á réttri leið. Emile Heskey stakk loksins upp í alla sem hafa gagnrýnt hann og sýndi hversu gríðarlega öflugur hann er. Hann skoraði með skalla eftir hornspyrnu, með þrumuskoti við vítateigslínuna og svo að lokum eitt pot mark sem sýnir bara það að hann hefur allt til brunns að bera sem góður framherji þarf (nema kanski helst að hann vanti smá hraða). Patrik Berger sýndi það líka í leiknum hversu sárt Liverpool liðið hefur saknað hans á þessu tímabili. Hann átti mjög góðan leik og rak meðal annars smiðshöggið á frábæra sókn Liverpool undir lok leiksins.
Það er óskandi að þetta sé loks að smella saman hjá liðinu og að því takist að halda sér í toppbaráttunni allt til loka.
kv.