Markverðir: Iker Casillas (Real Madrid), Pepe Reina (Liverpool), Andres Palop (Sevilla)
Varnarmenn: Sergio Ramos (Real Madrid), Joan Capdevila (Villarreal), Raul Albiol (Valencia), Carles Puyol (Barcelona), Carlos Marchena (Valencia), Fernando Navarro (Real Mallorca), Alvaro Arbeloa (Liverpool), Juanito (Real Betis)
Miðjumenn: Cesc Fabregas (Arsenal), Andres Iniesta (Barcelona), Xavi (Barcelona), David Silva (Valencia), Santi Cazorla (Villarreal), Xabi Alonso (Liverpool), Ruben de la Red (Getafe), Marcos Senna (Villarreal)
Framherjar: David Villa (Valencia), Daniel Guiza (Real Mallorca), Sergio Garcia (Real Zaragoza), Fernando Torres (Liverpool)
Markmenn liðsins eru frekar sjálfsagðir. Besti markmaður í heimi á milli stanganna og með betri markmönnum í heimi á bekknum ásamt markmanni Sevilla.
Vörnin finnst mér hæpin. Þar eru miðverðir úr næstlélegustu vörninni á Spáni, þeir Marchena og Raúl Albiol, en samt er þetta það sterkasta sem þeir hafa völ á.
Miðjan finnst mér líka skrýtin. Joaquín er ekki valinn og ekki er það vegna þess að hann stendur sig ekki því það skiptir engu máli hjá Aragones. Enginn er valinn úr liði Athletic en þeir eru alltaf með nokkra mjög góða Spánverja.
Í öllum þessum hóp eru líka aðeins tveir kantmenn. Caorla og Silva. Þeir eru reyndar báðir fjölhæfir og eiga ekki í vandræðum með að spila framarlega á miðjunni. Þannig að nokkuð ljóst er að Spánverjar munu spila með tígulmiðju.
Framherjarnir er mesti skandallinn í liði hans. Auðvitað er hann með Torres og Villa, eða á maður að segja auðvitað? Næstleikjahæsti og markahæsti leikmaður Spánar frá upphafi, Raúl, sem hefur líka verið fyrirliði liðsins næstum allan sinn feril er ekki valinn þrátt fyrir að hafa verið einn allra besti Spánverjinn á þessu tímabili. Svi velur hann Guiza, sem er búinn að eiga gott tímabil en er samt tæpur leikmaður að mínum dómi, og Sergio Garcia!? Af hverju í andskotanum Sergio Garica? Hann er ekki einu sinni algjör fastamaður hjá botnliði Zaragoza. Hann hefur skorað 4 mörk í deildinni. Þarf ég að segja meira?
Hver einasti maður getur séð hversu vitlaust þetta er hjá honum og ætti hann að láta einhverjar persónulegar skoðanir til hliðar hver sem þær eru. Raúl er góður maður sem engum líkar illa við en af einhverjum ástæðum er Aragones ekki hluti af þessum engum.
Hversu rangt fyrir sér þarf maður að hafa þegar mótmæli brjótast út um allt land vegna vals á landsliði? Ég bara spyr…
“There's no such thing as stupid questions, just stupid people.”