Varnarmaður Chelsea, John Terry, er búinn að koma sér í vandræði vegna áfengisneyslu í annað skiptið á fjórum mánuðum eftir að hafa verið handtekinn snemma morguns á föstudaginn vel í glasi og er hann sakaður um að hafa verið til vandræða á næturklúbbi í miðborg Lundúna. Terry sagði að hann hefði verið með félaga sínum, og nýbökuðum föður, Jody Morris, að halda upp fæðingu barnsins. Hann var yfirheyrður af lögreglunni á föstudaginn og missti þar af leiðandi af æfingu hjá Chelsea, sem voru að undirbúa sig fyrir bikarleikinn gegn Norwich á laugardaginn.

Ranieri var búinn að velja Terry í 18 manna hópinn fyrir leikinn, en ekki þykir ólíklegt að Marcel Desailly verði tekinn inn í stað Terry, verði honum refsað fyrir athæfið. Forráðamenn Chelsea hafa ekki enn viljað gefa út neina yfirlýsingu um málið að svo stöddu.

John Terry var einn af fjórum leikmönnum liðsins sem voru sektaðir um tveggja vikna laun í kjölfar áfengisdrykkju þeirra félaga skömmu eftir hryðjuverkin í Bandaríkjunum þann 11. sept

tekid af www.gras.is