Það er nú sagt að hinn nýji Maradona eins og Maradona sjálfur sagði sé á leið til Juve, hann Andres D'Alessandro og er kaupverðið sagt 25 miljónir evra. D'Alessandro leikur með River Plate í Argentínu og er sjálfur Argentískur hann hefur risið upp sem eitt mesta efni í Argentínu og er talinn mikið betri en Riquelme sem nýverið var kosinn leikmaður Ameríku. River leitar logandi ljósi að kaupanda að honum því að efnahagsástandið í Argentínu er að verða rústir einar og þarf félagið nauðsynlega á peningunum á að halda.
D'Alessandro getur leikið hvort sem framherji eða fyrir aftan framherjana. Fulltrúar Juve eru nú í Argentínu til að ná samkomulagi við D'Alessandro en eina spurningin er hvort hann kemur í Janúar eða í Júní(ég vona hið fyrrnefnda).