Ég og vinur minn fórum yfir það helsta sem gerðist í íslenska knattspyrnuheiminum á seinasta ári með hjálp frá bókinni Íslensk knattspyrna 2001. Hér að neðan má fá að sjá afraksturinn en að sjálfsögðu hefur eitthvað gleymst en það er ekkert við því að gera.



JANÚAR
*Þór Akureyri varð Íslandsmeistari innanhúss með því að sigra Val í úrslitaleik. Stjarnan, Haukar, Keflavík og Völsungur komust upp í 1.Deild í stað Tindastóls, Hvatar, Dalvíkur og Fylkis.
*Alexander Högnason laggði skóna á hilluna.
*Nýliðar FH fá Sigurð Jónsson, Hilmar Björnsson og Jóhann Möller.
*Tryggvi Guðmundsson skoraði þrennu fyrir íslenska landsliðið gegn heimamönnum á alþjóðlegu móti sem fram fór á Indlandi. Sterkt lið Chile sló síðan okkar menn út í 8.liða úrslitum.

FEBRÚAR
*Opinberað var að skuldir ÍA næmu 68 milljónum króna.
*Steinar Þór Guðgeirsson tilkynnti að hann væri hættur og ætlaði að einbeita sér að stjórnarstörfum hjá Fram.
*Steingrímur Jóhannesson hafnaði tilboði KR og fór til Fylkis.
*Grindvíkingar keyptu Grétar Hjartarsson.
*Fram samdi við tvo Mario-bræður frá Króatíu, Pajic og Rimac.

MARS
*Hallsteinn Arnarsson laggði skóna á hilluna.
*Che Bunce snéri aftur til Breiðabliks.
*KR-ingar sömdu við Moussa Dagnogo
*ÍBV fékk Júgóslavann Aleksander Ilic sem fór á kostum á undirbúningstímabilinu.
*Íslenska landsliðið tapaði fyrir Búlgaríu í undankeppni HM og var í slæmum málum í riðlinum.

APRÍL
*Sigurður Jónsson hjá FH fór í aðgerð á hné og gat ekkert leikið með liðinu á tímabilinu.
*Flest liðin fóru í keppnisferðalög til útlanda.
*Uni Arge hætti hjá ÍA því hann var ekki sáttur við að laun hans voru lækkuð.
*Ísland lenti undir á Möltu í undankeppni HM en náði að sigra 1-4.

MAÍ
*KR spáð sigri á Íslandsmótinu en Fram og Val falli.
*Bjarnólfur Lárusson var laus frá Scunthorpe og gekk til liðs við ÍBV.
*Dean Holden, varnarmaður Bolton, var lánaður til Vals.
*Fylkir samdi við Errol McFarlane (Trínídad). Hann var þó ekki löglegur með liðinu framanaf.
*KR tefldi fram mjög ungu liði í úrslitaleik Deildarbikarsins og sigraði FH í vítaspyrnukeppni.
*Fylkir varði Reykjavíkurmeistaratitilinn með því að sigra Val í vítaspyrnukeppni í hífandi roki.
*Framarar létu Króatana fara.
*Valsarar trjóna á toppnum eftir þrjár umferðir.

JÚNÍ
*Þrítugur skoskur miðjumaður, Andrew Roddie, gekk til liðs við KR.
*Sverrir Sverrisson skoraði 1000. Mark Fylkis í Deildakeppni.
*ÍBV fékk tvo unga leikmenn lánaða frá Stoke, Lewis Neal og Marc Goodfellow.
*Ólafur Ingi Skúlason hjá Fylki samdi við Arsenal sem leifði Fylki að nota hann út tímabilið.
*KR byrjaði hræðilega og Pétur Pétursson sagði upp störfum. David Winnie stýrði liðinu út tímabilið.
*Hörður Magnússon skoraði sitt 150.mark í deildakeppni.
*Sóknarmaðurinn Sergio Ommel fór til KR.
*Guðni Rúnar Helgason gekk til liðs við Valsmenn.
*Basel frá Sviss sló Grindavík út úr Intertoto-keppninni í 2.umferð.
*Ísland vann áreynslulítinn 3-0 sigur á Möltu á Laugardalsvellinum og gerði jafntefli gegn Búlgaríu. Liðið var í fjórða sæti í riðlinum.

JÚLÍ
*Fjalar Þorgeirsson fór frá Fram og þeir fengu Gunnar Sigurðsson til að leysa hann af.
*Þrítugur miðjumaður, Tommy Schram, gekk til liðs við ÍBV.
*Dean Holden var kallaður til Bolton fyrr en áætlað var.
*Kristinn Hafliðason fór til KR frá Raufoss.
*FH hélt hreinu í fyrstu fjórum heimaleikjunum en Hjörtur Hjartarsson rauf múrinn.
*Ólafur Þórðarsson hætti að spila með ÍA vegna meiðsla og einbeitti sér alfarið að þjálfuninni.
*Birkir Kristinsson varð þriðji leikjahæsti leikmaður efstu deildar.
*Alexander Högnason tók skóna fram að nýju og hóf að leika með Fylki.
*KR var slegið út af Albanska liðinu Vllaznia í Forkeppni Meistaradeildarinnar. Hefði KR sigrað hefðu þeir mætt stórliði Galatasaray í næstu umferð.

ÁGÚST
*Moussa Dagnogo var leystur undan samningi við KR.
*Ásmundur Arnarsson skoraði þrennu fyrir Fram gegn ÍBV.
*Breiðablik vann Fylki í fyrsta sinn í efstu deild og vann um leið sinn 100.leik í efstu deild.
*Toppliðinu Fylki fór að ganga illa og ÍA náði efsta sætinu.
*Liðin misstu nokkra leikmenn út í nám til Bandaríkjanna. Breiðablik og Fram misstu flesta.
*Gummi Ben setti met í að krækja í vítaspyrnur.
*KR-ingar voru í fallsæti ásamt Breiðablik.
*Fylkir vann það afrek að slá út lið Pogon í UEFA-keppninni. Club Brugge fór illa með Skagamenn í sömu keppni.

SEPTEMBER
*Roda vann ódýran sigur á Fylki í UEFA keppninni og Árbæingar þar með úr leik.
*Ísland vann sögulegan 3-1 sigur á Tékkum í Undankeppni HM á Laugardalsvellinum, en liðið fékk síðan skell gegn Norður Írum í Belfast 3-0.
*Brann reyndi að krækja í Grétar Rafn Steinsson hjá ÍA en hann var of dýr fyrir liðið.
*ÍA gerði jafntefli í Eyjum í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn og tryggði sér þannig dolluna.
*FH-ingar lentu í þriðja sæti og tryggðu sér þannig þátttökurétt í Intertoto keppninni.
*Grindvíkingar enduðu í fjórða sæti og Fylkir í fimmta en lokasprettur þeirra var sá slakasti í deildinni í 20 ár.
*Stórveldið KR bjargaði sér frá falli með sigri í Grindavík.
*Fram vann Keflavík 5-3 og sendi Val niður í 1.Deild með Breiðablik.
*Hjörtur Hjartarsson (ÍA) markahæstur með 15 mörk en Ásmundur (Fram) skoraði 10.
*Akureyrarliðin Þór og KA komust upp í Úrvalsdeildina.
*Fylkir varð bikarmeistari í fyrsta skipti með sigri á KA í vítaspyrnukeppni í fjörugum leik en staðan eftir venjulegan leiktíma var 2-2.

OKTÓBER – DESEMBER
*Íslenska landsliðið var niðurlægt af Dönum á Parken 6-0. Við komumst ekki á HM í þetta skipti!
*Logi Ólafsson hætti hjá FH og hélt á vit ævintýranna í Noregi sem aðstoðarþjálfari Lilleström. Sigurður Jónsson tók við starfi hans.
*Bjarni Jóhannsson gerðist þjálfari hjá Grindavík og Fylkismenn fengu Aðalstein Víglundsson í hans stað.
*Keflvíkingar eru í fjárhagserfiðleikum og gátu ekki haldið þjálfaranum Gústafi Björnssyni.
*David Winnie kvaddi KR með söknuði og Willum Þór Þórsson tók við.
*Hlynur Stefánsson, ÍBV, laggði skóna á hilluna.
*Aleksander Ilic var leystur undan samningi við ÍBV.
*Þórður Þórðarsson, markvörður Vals, hélt til Akureyrar og gerði samning við KA.
*Þórsarar, meistarar fyrstu deildar, fengu góðan liðsstyrk fyrir næsta ár. Alexandre Santos, Þórir Áskelsson og Páll Pálsson gengu til liðs við félagið.
*Pétur Björn Jónsson hjá Fylki gerði óvænt samning við þriðju deildar lið Fjölnis sem ætlar sér stóra hluti á komani tímabili.