Ég hef stundað það núna í nokkurn tíma að skrifa um flest alla Roma leiki og skemmtileg atvik í ítölskum bolta eins og td. aldar afmæli Internazionale um daginn. Ég tjái mig einnig oft um enskan bolta og margir sem eru ekki ennþá búnir að fatta að ég er algjörlega hlutlaus þegar kemur að enskri knattspyrnu.
Margir hafa myndað eithvað gjörsamlega tilgangslaust hatur gegn mér sem stafar kannski af minnimáttarkennd eða einhverjum sem finnst karlmennsku sinni ógnað eða finnast þeir þurfa að verja stolt sitt. Ég hef svarað full dónalega stundum en oftast beðið afsökunar á því eftir á enda er ég ekki dónalegur í eðli mínu.
Eitt skil ég ekki í fari ykkar Hugara, allir knattspyrnu áhugamenn elska eithvað lið, en hversvegna þurfið þið að hata öll önnur lið og tjá ykkur niðrandi um aðra leikmenn eða lið? Er ekki nógu mikið hatur allt í kringum ykkur til að þið þurfið að fá útrás í gegnum netið og skapað niðrandi umræðu um einhvern einstakling, leikmann eða lið sem gengur aðeins útá það að láta öðrum líða illa eða reyna að vekja reiði annara og skapa rifrildi og hatur í gegnum INTERNETIÐ.
Ég hef þann sið að ef einhver vill rífast við mig í gegnum Huga eða aðrar spjall síður hef ég beðið viðkomandi að bæta mér á Msn eða hringja í mig og spjalla við mig um fótbolta eða hvað sem er sem fer svona illa í hann/hana í fari mínu sem knattspyrnu áhugamaður. Oftast hef ég fengið svar á við “fuck you” eða “mammain” eða eithvað svipað sem bendir til óþroska eða til minnimáttarkenndar.
Ég hef viðurkennt það á síðustu mánuðum að “mér” finnst Cristiano Ronaldo besti leikmaður heims og “mér” finnst Manchester United besta lið heims, þó svo að mér finnist ítalska deildin sú besta í heimi, sem er einfaldlega mín skoðun, þó svo að enska deildin sé með 3 af sterkustu liðum heims sem þeir hafa sýnt og sannað í meistaradeildinni þetta árið.
Mín skoðun er einfaldlega að Serie A sé með sterkari og skemmtilegri deild yfir heildina, hvert lið fyrir sig. Ég skil ekki afhverju sú skoðun má ekki blómstra eins og hver önnur skoðun og afhverju sumir Hugarar þurfa að bendla á nafn mitt í kaldhæðnis tón og skrifa niðrandi hluti um mig og aðra knattspyrnu áhugamenn. Ekki taka þessu eins og ég sé með væl, því ég gæti rifist útí opin dauðann við suma einstaklinga hérna og mundi örugglega njóta þess til fulls, en ég hef margt annað þarfara að gera en að beygja skoðanir annarra og skrifa niðrandi orð um fólk í gegnum veraldarvefinn. Mér finnst mikið skemmtilegra að skrifa jákvætt um fólk og eignast vini og kunningja í gegnum jákvæða umræðu bæði hér og annars staðar.
Því ef þú ert að stunda þetta áhugamál áttu það sameiginlegt með mér og öðrum hérna að vera knattspyrnu áhugamaður og afhverju getur það ekki verið góður hlutur hvort sem þú haldir með þessu eða hinu liðinu?
Fólk virðist tjá sig um hluti sem það hefur ekki fullt vit á og væri það allt í lagi nema hvað að flestar skoðanir virðast vera bullandi neikvæðar og hreint út sagt dónalegar og skilur viðkomandi notandi ekkert í því afhverju hann fær dónalegt svar til baka. Ég nefni engin nöfn né kenni neinum um neitt, eina sem ég bið um er smá friður milli stuðningsmanna liða hérna. Þetta er áhugamál okkar ekki blóðug orusta um hver hefur mesta stoltið og hver getur lamið, stungið eða rifið kjaft við náungann.
Svo ég spyr, er ekki hægt að stunda þetta áhugamál með vinaríg og jákvæðni?
undirritað
Arnar Freyr Sigurðsson
Dyggur stuðningsmaður AS Roma frá hinni eilífu borg.. FORZA ROMA