Andy Cole er kominn til Blackburn og hefur skrifað undir 3 og hálfs árs samning við liðið eftir að hafa staðist læknisskoðun um laugardagseftirmiðdegið. Talið er að verðið sé í kringum £8m.
Cole fór til Man Utd frá Newcastle í janúar '95 fyrir £6m hefur spilað yfir 270 leiki fyrir Man Utd og skorað 124 mörk fyrir þá.
Hann sagði að stjórinn hefði fengið sig til að skora mörk og það ætli hann sér að gera.
Cole gæti spilað sinn fyrsta leik fyrir félagið gegn Spurs á Þriðjudag. Það væri nú frábært fyrir hann að skora sitt fyrsta mark fyrir Blackburn gegn Spurs þar sem hann kom upp hjá Arsenal fyrir um 12 árum.
Cole vonast líka til að komast í landsliðið þegar hann er farinn að spila reglulega og vera alltaf í byrjunarliðinu.
Rovers eru í 14. sæti og hafa skorað 25 mörk í 20 leikjum.
Heimild:
http://www.skysports.com/skysports/article/0,,1-1039408,00.html