
Ef nýju framherjarnir hjá Liverpool ná að smella saman þá gætu þeir orðið stórhættulegir með þá Owen og Anelka/Jari Litmanen frammi og Baros og Heskey á bekknum.
Ég held að Newcastle gætu komið á óvart og jafnvel hampað titlinum með hinn þrautreynda þjálfara Bobby Robson sem hefur unnið titla með nánast öllum liðum sem hann hefur þjálfað nema landsliði Englands en hann kom þeim í undanúrslit heimsmeistarakeppninar og er það besti árangurinn síðan þeir urðu heimsmeistarar 1966.
Ég hef samt ekki trú á að Manchester United verji titilinn þetta árið, held að það verði slagur milli Liverpool, Arsenal, Leeds og Newcastle. Hvaða skoðun hafið þið á þessu ?