Knattspyrnusamband Íslands hefur þegið boð frá
Arabíuskaga um að leika tvo vináttulandsleiki 8. og
10.Janúar. Annar þeirra er gegn Kúveit í Oman en hinn
gegn Sádi-Arabíu í Riyadh. Ferðin er KSÍ að
kostnaðarlausu. Kúveitar eru í æfingarbúðum en
leikurinn gegn Sádi-Aröbum er liður í undirbúningi
þeirra fyrir Heimsmeistarakeppnina í Japan og
Suður-Kóreu næsta sumar.
Atli Eðvaldsson hefur valið í 18 mann hóp til
fararinnar og er þar að finna tvo nýliða, Baldur
Aðalsteinsson frá ÍA og Hjálmar Jónsson frá Keflavík.
Margir af sterkustu leikmönnum okkar komast ekki með
vegna anna hjá félagsliðum þeirra í Evrópu þannig að
hópurinn er aðallega skipaður leikmönnum sem leika hér
á landi og í Noregi.
Markverðir:
Árni Gautur Arason, Rosenborg
Birkir Kristinsson, ÍBV
Aðrir leikmenn:
Andri Sigþórsson, Molde
Baldur Aðalsteinsson, ÍA
Bjarni Guðjónsson, Stoke City
Brynjar Björn Gunnarsson, Stoke City
Einar Þór Daníelsson, KR
Gunnlaugur Jónsson, ÍA
Gylfi Einarsson, Lilleström
Helgi Sigurðsson, Lyn
Hjálmar Jónsson, Keflavík
Jóhann B. Guðmundsson, Lyn
Valur Fannar Gíslason, Fram
Marel Baldvinsson, Stabæk
Ólafur Örn Bjarnason, Grindavík
Ólafur Stígsson, Fylki
Sævar Þór Gíslason, Fylki
Sigurvin Ólafsson, KR
Þess má líka geta að Birkir Kristinsson skrifaði á
dögunum undir nýjan tveggja ára samning við ÍBV og mun
hann því standa áfram á milli stanganna hjá
Eyjaliðinu.