Ferrill Matteo Ferrari Fékk þá ósk um að skrifa feril Matteo Ferrari og ég gerði það svo ég vona að viðkomandi aðili taki mig í sátt.


Matteo Ferrari er fæddur 5. desember 1979 í Algeriu en hann ólst upp í Ferrara sem er borg norðanlega á Ítalíu. Faðir hans er ítalskur en móðir hans er frá Geníu. Hann getur leikið sem vinstri bakvörður eða sem miðvörður.

Ferrari byrjaði feril sinn hjá Spal en svo seinna var hann keyptur í unglingateymi Inter Milan. Seinna á ferlinum var hann svo lánaður til Genoa, Lecce og Bari. Hann kom svo aftur til Inter og spilaði 27 leiki með aðalliðinu, en náði ekki að festa sig í sessi hjá félaginu og var að þessu sinni lánaður til Parma. Hann gerði svo endanlegan samning við Parma en náði sem fyrr ekki að festa sig í sessi og var lánaður til Everton.

Það tók hann nokkra leiki að aðlagast ensku úrvalsdeildinni, en Ferrari gegndi svo lykilhlutverki seinna á leiktíðinni. Því miður meiddist hann í 1-0 sigri liðsins gegn Arsenal og gat ekki spilað í langan tíma. Hann snéri svo aftur í tapleik Everton gegn Chelsea í fjórðu umferð deildarbikarsins.

Tímabilið 2006-07 var framtíð hans í óvissu en orðrómur var að hann myndi skrifa undir hjá Roma. En í apríl 2006 sagði Moyes, þá- og núverandi stjóri Everton, að hann myndi vera um kyrrt hjá Everton og að hann myndi skrifa undir samning á næstu dögum. Sagan reyndist önnur og Ferrari gerði samning við Rómverja og hjálpaði þeim að ná öðru sæti í deildinni og sigri í Coppa Italia.