Leeds og Everton mættust á Elland Road í gær. Fyrir leikinn var Leeds mep 29 stig í 5. sæti en Everton með 23 stig í 9. sæti.
Leeds byrjaði betur og komst yfir á 19. mínútu með marki frá marki frá Mark Viduka.6 mínútum síðar skorar Robbie Fowler fyrsta mark sitt fyrir Leeds og kom þeim í 2-0. Þannig var staðan í hálfleik. Næsta markið í leiknum kom ekki fyrr en á 72. mínútu og þar var stjarnan, Robbie Fowler aftur á ferð. Staðan var því orðin 3-0 Leeds í hag og sigurinn var í höfn. Everton tókst þó að klóra í bakkann með því að skora 2 mörk á síðustu 5 mínútunum það voru þeir Peter Weir og Joe Max Moore sem skoruðu þau mörk.
Leeds er nú í 3. sæti deildarinnar stigi á eftir Newcastle og Liverpool. Everton menn standa hinsvegar í stað í 9. sætinu.
Robbie Fowler var að vonum ánægður eftir leikinn því loksins tókst honum að skora mark í 4. leik sínum með Leeds. Næsti leikur Leeds er gegn Newcastle á laugardaginn en hann er einnig á heimavelli.
kv. ari218