
Það eru flestir nokkuð sammála um það að Graham hafi verið mjög strangur á báða bóga í leiknum sem var í fyrradag. Hann gaf bæði, Raymond Parlour leikmanni Arsenal og Craig Bellamy úr Newcastle rautt spjald í leiknum og dæmdi í þokkabót víti á Sol Campbell en hann slapp vel.
Atvik líkt þessu hefur áður gerst fyrir Henry en hann fékk rautt spjald eftir að Panathinaikos sigraði Arsenal 1-0 í meistaradeildinni fyrir rúmu ári.
Arsenal er núna í 3. sæti deildarinnar og er Henry markahæsti leikmaður deildarinnar svo hann mun verða mikill missir. Arsenal hefur þó 3 góða sóknarmenn fyrir utan Henry en þeir eru: Sylwian Wiltord, Nwanko Kanu og Dennis Bergkamp.
Það er ekki vitað hvað fór á milli Henry og Graham Poll á þriðjudaginn og það mun að sjálfsögðu ekki vera gert opinbert.
kv. ari218