Guðjón Þórðarson kærir!
Guðjón Þórðarson, knattspyrnustjóri Stoke, ætlar að kæra kollega sinn hjá Wycombe Wanderers, Lawrie Sanchez, til ensak knattspyrnusambandsins fyrir að ráðast að Bjarna Guðjónssyni eftri leik Stoke og Wycombe á laugardaginn sem Stoke vann, 5-1. Sanchez var ósáttur við framkomu Bjarna þegar Paul Emblen, sóknarmaður Wycombe, fékk að líta reisupassann á 32. mínútu leiksins. “Lawrie Sanchez verður að halda skoðunum sínum um leikinn fyrir sjálfan sig. Hann sýndi agalyesi með framkomu sinni eftir leikinn og ég ætla mér að sjá til þess að enska knattspyrnusambandið fái að vita um atvikið,” sagði Guðjón. Sanchez sagðist ætla að áfrýja rauða spjaldinu hjá Emblen og sagði það sorglegt þegar leikmenn fiskuðu aðra leikmenn út af með rautt spjald. “Hann plataði dómarann. Hann lét eins og Tyson hefði slegið en því miður hafa erlendir leikmenn tilhneigingu til að leika,” sagði Sanchez.