Hadda aftur !!! Ég var að varfa um og skoða myndir sem ég fann af IA og leikmönnum sem hafa spilað þar í gegnum tíðina. Þá rakst ég á mynd af þeim frábæra leikmanni Haraldi Ingólfssyni.
Ég hef alltaf verið að óska þess að hann kæmi heim aftur því hann er alger snillingur. Árin tvö áður en hann fór út var hann með flestar stoðsendingar sem skopu mörk á Íslandi. Sá orðrómur var á kreiki í haust að Haraldur væri á leiðinni heim aftur. Ég veit ekki hvort það er satt en vissulega tók hjartað smá kipp. Það var sagt að hann væri á leiðinni heim og þegar hann kæmi þá myndi hann fara að spila aftur með Skagamönnum. Það væri nú ekki dónalegt að fá hann til að spila með Hirti Hjartarsyni. Ef hann mundi nýta færin sín eins vel og í ár og Haraldur með þessar rosa góðu sendingar og fyrirgjafir. Þá væri sko fjör á ferðum og hin liðin mættu passa sig.
Skagaliðið er frábært lið og er búið að vera það lengi. Alltaf koma góðir ungir leikmenn í staðin fyrir þá sem fara og alltaf gengur liðinu vel, þó ekki séð það titill á hverju ári. Þeir eru ekki svona rokkandi á milli þess að vera efstir og í það að berjast við fall. Ég er fegin að sjá að allir þeir leikmenn sem ég hef séð fréttir af ætli að vera áfram næsta sumar. Ég vona svo sannarlega að þeim gangi jafn vel og í sumar og ég ætla sko að mæta betur á völlinn næsta sumar, því ég er þar að auki komin með lítinn nýjan meðlim sem verður sko kennt að halda með Skagamönnum. ÁFRAM SKAGAMENN !!