Framherjinn markheppni, Michael Ricketts hefur framlengt samning sinn við Bolton til ársins 2006. Það þýðir að hann hefur framlengt samninginn um hvorki meira né minna en 4 og hálft ár.
Ricketts er fæddur árið 1978 í Birmingham á Englandi. Hann hefur aldrei verið í jafn góðu formi og núna. Á leiktíðinni hefur hann skorað 10 mörk í 14 leikjum með Bolton. Hann kom til Bolton frá Walsall fyrir aðeins 250.000 pund og mér þætti gaman að vita hvað sú upphæð hefur margfaldast mikið síðan hannfór til Bolton. Hann er 3. markahæsti leikmaður deildarinar um þessar mundir á eftir Thierre Henry of Jimmi Floid Hasselbank og er tvímælalaust besti leikmaður Bolton það sem af er tímabilsins. Það er augljóst að við fáum að sjá mikið af þessum strák í framtíðinni og nú er bara spurning hvort að hann komist í HM hóp nglendinga. Það eru 3 aðrir sóknarmenn sem skiptast á að spila við hlið hans í Bolton en þeir eru: Henrik Pederson frá Svíþjóð, gamla kempan, Dean Holdsworth frá Englandi og Daninn Per Hansen.
Eins og flestir vita spilar hinn 36 ára gamli Guðni Bergsson með Bolton og er fyriliði liðsins að auki. Núna er Bolton í 12. sæti úrvalsdeildarinnar með 21 stig, 12 stigum minna en topplið Liverpool.
kv. ari218