Brynjar Gunnarsson skoraði tvívegis fyrir Stoke í dag er liðið burstaði Wycombe 5:1 og Ívar Ingimarsson skoraði fyrir Brentford sem lagði Wrexham 3:0. Stoke City skaust á topp 2. deildar með þessum stórsigri í dag, þar sem liðið deilir toppsætinu með Brighton.
Framherjarnir Andy Cooke og Chris Iwelumo skoruðu einnig fyrir Stoke í leiknum, og síðasta mark leiksins skoraði Marc Goodfellow sem lék með ÍBV í sumar. Ríkharður Daðason kom inn á sem varamaður í lið Stoke á 73. mínútu, og lék þar með sinn fyrsta deildarleik á þessu tímabili.
PS:Brynjar er frændi minn!