Heimamenn Chelsea tóku á móti toppliði Liverpool á Stamford Bridge í gær. Þegar leikurinn hófst var Liverpool með 3 stiga forystu á toppnum og átti 2 leiki til góða. Flesti höfðu spáð Liverpool sigri í þessum leik vegna góðs gengis fyrir leikinn en það voru bara lélegir spádómar :)
Greame le Saux skoraði fyrsta markið fyrir Chelsea á 3. mínútu. Það var alls ekki hægt að kenna Pólska markverði Liverpool Jerzy Dudek um markið því le Saux var kominn í dauðafæri en Dudek varði svo óheppilega í stöngina þannig að Saux var nánast einn á móti marki. Staðan orðin 1-0 Chelse í hag. Næsta markið kom þegar Hollendingurinn, Jimmi Floid Hasselbank smeygði sér inn fyrir vörn þeirra rauðklæddu og kom Chelsea í 2-0. Þannig var staðan í hálfleik nokkuð óvænt en allur seinni hálfleikurinn var eftir.
Í seinni hálfleik dró fyrst til tíðinda þegar Dalla Bona skoraði þriðja mark Chelsea. Þegar þarna var komið við sögu var sigur Chelsea orðinn gulltryggður en samt getur allt gerst í fótbolta. Á 90. mínútu leiksins fylgir Eiður Smári Guðjohnsen skoti sem Jerzy Dudek varði með fótunum og skorar fjórða og síðasta mark Chelsea. Lokatölur leiksins urðu því Chelsea 4 Liverpool 0.
Þrátt fyrir tapið er Liverpool með 3 stiga forystu á Arsenal og Newcastle á toppnum. En þjálfari Chelsea, Claudio Ranieri getur svo sannarlega verið ánægður núna og ekki bara út af þessum sigri því eins og flestir vita sigruðu Chelsea Manchester United 3-0 á Old Trafford fyrir stuttu. Chelsea er núna í 5. sæti deildarinnar með 27 stig, 6 stigum fyrir neðan Liverpool.
Thierre Henry (Arsenal) er núna markahæstur í deildinni með 15 mörk en á eftir honum koma, Jimmy Floid Hasselbank (Chelsea) með 12 mörk, Michael Ricketts (Bolton) 10 mörk og Michael Owen (Liverpool).
kv. ari218