Nú hafa verið skoruð 9999 mörk síðan fyrst var keppt í ensku úrvalsdeildinni árið 1992. Sá knattspyrnumaður sem skorar tíuþúsundasta markið fær 10.000 pund að launum. Markahæsti leikmaður enskrar knattspyrnusögu, Alan Shearer þykir af mörgum líklegur til að skora umtalað mark gegn Arsenal. En markaskorarinn Thierre Henry er ekki síður líklegur. Alan Shearer sagði að honum væri samam um þetta mark hann vildi bara að Newcastle myndi vinna. En hér fyrir neðan er listi yfir tímamótamörk:
1. markið: skorað af Briana Deane fyrir Sheffeld United gegn Man. Utd. 15 ágúst, 1992
1000. markið: skorað af Mike Newell fyrir Blackburn gegn Nottingham Forrest 7 apríl, 1993
5000. markið: skorað af Andy Townsend fyrir Aston Villa gegn Southampton 7 desember, 1996
9999. markið: skorað af Paul Scholes fyrir Manchester united gegn Derby County 12 desember, 2001
ari218