Tímabilið á eftir leit ekki vel út og var Arsenal í 3. sæti mestmegnis af því tímabili, undir lokin náðum við þó öðru sæti af Manchester United og héldum því. Eftir þetta ár gerðist eitthvað, PAtrick Vieira fór og tímabilið eftir það fór Ashley Cole, Sol Campbell, Lauren, Robert Pires, Dennis Bergkamp og eftir sat Arsenal með það hlutverk að þurfa að manna uppá nýtt nánast allar stöður vallarins á einu bretti. Ljóst er að Arsenal saknaði Patrick Vieira, menn spiluðu af hjartanu og ef þeir gerðu það ekki fengu þeir að heyra það frá Kapteininum Vieira. Andi liðsins hvarf að stóru leyti með brotthvarfi hans frá Arsenal.
Nú tökum við smá stökk fram í tímann: Árið er 2006, Arsenal hefur mannað uppá nýtt allar stöður sem við týndum okkar bestu mönnum sem áttu þátt í að koma Arsenal gegnum heilt tímabil án taps. Í vörninni var einn maður af hinum ósigrandi 11, á miðjunni voru 2 eftir; Ljungberg og Gilberto Silva, Í sókninni var eftir Thierry Henry auk þess að þjóðverjinn geðstirði var í markinu. MEnn gagnrýndu Arsenal mikið, sögðu Wenger fá meiri sénsa en aðrir stjórar myndu fá og gengu sumir svo langt að segja að Wenger hefði stjórn Arsenal svo í lófa sínum að hann gæti rekið liðið með tapi án þess að neitt yrði að gert. Arsenal menn skýldu sér bakvið það að ef eitthvað gerðist kæmi Thierry Henry að bjarga málunum, að ef eitthvað klúðraðist myndi Gilberto hreinsa það upp, ef í harðbakka slæi myndi Kolo Toure koma askvaðandi og bjarga málunum. Menn eins og Hleb og Rosicky sýndu ekki mikið og Arsenal spilaði ekki sinn léttleikandi fótbolta sem prýtt hafði liðið áður.
Þá kom Wenger fram og sagði að sá hópur sem hann hefði væri sá efnilegasti sem hann hafði þjálfað. Allir aðrir en Arsenal menn sögðu það skynsamlegast að gera eitthvað róttækt og taka hluta gefins valds af Wenger. Arsenal menn áttuðu sig á að þetta var ekki dagsverkefni og með tíma og réttu magni af þolinmæði gæti þetta lið skilað okkur margfalt þeirri gleði sem við vonumst eftir.
Eftir mikla lægð og gagnrýni síðustu 2 ár er komið að því að uppskera. Hleb er loksins búinn að venjast deildinni, Gallas er hættur að vera meiddur og Fabregas er hættur að vera strákur og orðinn maður.
Lauren - Sagna: Í den var Lauren ávallt talinn okkar veikasti hlekkur, menn vildu losna við hann og ekki seinna en strax. Nú er Lauren farinn á braut og við er tekinn Bacary Sagna. Hann hefur byrjað tímabilið gríðarlega vel og virðist hann ætla að sanna að hann hafi hæfileikana sem voru þess valdandi að hann var undir smásjá Wenger og Grimandi í yfir 30 leikjum.
Cole - Clichy: Cole var alltaf góður leikmaður þó hann myndi stinga sína eigin systur í bakið fyrir annað 0 á launaseðilinn sinn, best var að hann færi. upp steig hinn áður óheppni með meiðsli Gael Clichy og virðist ætla að verða betri en Cole og er ég hreint ekki frá því að sé einhver sneggri en Thierry Henry er það Clichy (svo walcott auðvitað)
Campbell - Gallas: Campbell var okkur dýrmætur. Hann var stór, tákn í loftinu og sterkur varnarmaður. Gallas hefur hinsvegar meiri hraða og er þokkalega sterkur í loftinu auk þess að vera ágætur í staðsetningu en varla meira en það. Hann hefur hinsvegar ekki sama skipulagshæfileika og Campbell og á því þesi blanda eftir að koma betur út. Þetta er að mínu mati ein af tveimur stöðum þar sem við erum ver mannaðir en fyrir breytingarnar miklu.
Vieira - Fabregas: Þvílíkt sjokk var að tapa Vieira og liðið virtist einfaldlega ekki ná sér af því. Upp steig þá 16 ára spænskur gutti. Spænskur gutti með ábyggilega einhverja mestu hæfileika sem sögur fara af. Arsenal kemur hér klárlega betur út eftir breytingar með fullri virðingu fyrir Vieira.
Ljungberg - Hleb: Ljungberg var alltaf góður leikmaður fyrir Arsenal á sínum tíma. Hann var markheppinn og hlaup hans opnuðu dyr um allann völl. Hann var hinsvegar ekki sami dribbler og Hleb. Hleb virðist geta snúið sér á títuprjónshaus og samt ekki misst boltann, ábyggilega teknískasti maður í deildinni og dugnaðurinn er mun meiri en nokkurn tímann sást frá Ljungberg. Arsenal kemur hér betur út eftir breytingar.
Pires - Rosicky: Rosicky er nánast óstöðvandi leikmaður á góðum degi. En þessir góðu dagar virðast hreinlega vera of fáir. Ég hef þú trú á að hann haldist heill og muni toppa Pires. Pires var góður en Rosicky hefur alla hæfileika til að verða betri.
Henry - Van Persie: Hér erum við með rosalega svipaða leikmenn sem týpur. ÞEir geta verið týndir heilu leikina og allt í einu eru þeir búnir að skora. Hinsvegar sýndi Henry meiri stöðugleika í markaskorun. Van Persie mun hinsvegar geta náð langt og ógnað titli Henry sem besti sóknarmaður Arsenal fyrr og síðar. Hér kemur Arsenal að öllum líkindum ver út eftir breytingar.
Bergkamp - Adebayor: Jæja ég laug það eru kannski 3 stöðvar sem Arsenal eru ekki jafnsterkir í. Með fullri virðingu fyrir Ade held ég því miður að hann nái Bergkamp aldrei hvað getu varðar en lang mun hann ná.
Niðurstaða: Þegar litið er á breytingarnar síðustu 5 ár er árangurinn ekki alslæmur. Liðið velti næstmestu í hiemi og á einnig næststærsta völl í eigu félagsliðs á Englandi. Liðið er vel samkeppnishæft við fyrra lið og mun að ég held þessi sami hópur slá hið ótrúlega 49 leikja met fyr frekar en síðar. Arsenal er klúbbur á bullandi uppleið og tel ég að þolinmæði okkar fáist greidd til baka í ár með silfurbúnaði, einum eða fleirum við vitum öll að liðið hefur getuna.
Kanntu að synda?….nei hélt ekki