Það eru margir góðir sóknarmenn í ensku deildinni. Það lið sem er með flesta góða er Leeds þeir hafa: Harry Kewell, Mark Viduka, Alan Smith, Robbie Fowler og Robbie Keane. En enginn af þessum 5 er besti sóknarmaður deildarinnar. Þegar ég hugsa um besta sæoknarmenn deildarinnar koma, Ruud van Nistelroy, Harry Kewell, Michael Owen, Thierre Henry og Robbie Fowler efst í hug. En af þessum er röðin svona: 1. Henry 2. Owen 3. Kewell 4. Nistelroy 5. Fowler. Thierre Henry er fæddur árið 1979 og á örugglega mörg góð ár eftir af sínum knattspyrnuferli. Um þessar mundir er hann besti sóknarmaður Frakka og það er ekkert sem bendir til þess að hann keppi ekki á HM 2002 ef hann verður ekki meiddur. Michael Owen er fæddur árið 1978 í Englandi og er sennilega núna á hápunkti ferils síns. Nistelroy og Kewell geta hvorugir keppt á HM 2002 vegna þess að hvorki Holland né Ástralía komst þangað. En Robbie Fowler er einn vinsælasti knattspyrnumaður Englendinga í dag og verður örugglega í leikmannahópi Englendinga á næstu heimsmeistarakeppni.

ari218