kv.
Frábær leikur gegn N-Írum
Að mínu mati hefur Íslenska landsliðið aldrei leikið jafnvel og í leiknum gegn N-Írum í gær. Liðið gerði aðeins ein mistök allan leikinn (sem reyndar kostaði okkur næstum því mark) en átti hins vegar urmull af góðum færum. Sigurinn hefði getað orðið miklu stærri ef ekki hefði komið til frábærrar markvörslu markvarðar N-Íra og ótrúlegrar óheppni eða klaufaskapar Ríkharðs, Þórðar og Eiðs Smára fyrir framan markið. En þeim tókst samt að skora markið sem skipti máli og nú er bara að vona að þeim takist að halda dampi gegn Búlgörum í næsta leik.