Danny Mills, varnarmaðurinn eitilharði, er að verða einn vinsælasti leikmaður Leeds á þessu ári. En seint verður sagt að hann eigi sér marga vini í röðum annara liða.
Mills sem spilað hefur mjög vel í vetur í stöðu hægri bakvarðar, hefur einnig þurft að flytja sig í stöðu miðvarðar og frammistaða hans þar hefur ekki verið síðri. Svo vel hefur hann spilað Tord Grip aðstoðarmaður Sven Goran-Ericsson, er orðin heitur aðdáandi leikmannsins og hefur verið að benda Ericson að hann gæti verið rétti maðurinn til að verða hægri bakvörður landsliðsins á HM 2002. Hann verður að berjast um sæti við Manchester leikmanninn Gary Neville sem hefur verið frekar óstöðugur síðustu ár.
Eitt er það sem Mills verður þó að laga skapið hjá sér, en hann hefur ekki skapað sér gott orð í vetur og landsliðið má ekki við því að hann skeyti skapi sínu á andstæðingunum næsta sumar.