Jæja þá er snillingurinn Ronaldo kominn aftur til Inter og hann stóð sig mjög vel með Inter í dag og skoraði frábært mark. Hann komst einn inn fyrir vörn Brescia eftir stungusendingu og skoraði með góðu utanfótarskoti fram hjá markmanninum. Christian Vieri sannaði sig enn og aftur og skoraði tvö mörk og varnarmenn Brescia réðu ekkert við hann í leiknum.
Ætli Ronaldo nái sínu besta formi aftur? Ég vona það allavega því hann hefur brillerað hjá öllum þeim liðum sem hann hefur verið hjá. Að vera langmarkahæstur í hollensku deildinni aðeins 17 ára gamall er ekkert sem venjulegir menn geta afrekað. Nú er bara að bíða og sjá hvort hann nái sínu fyrra formi aftur og þegar hann er upp á sitt basta er hann án vafa besti knattspyrnumaður heims.
Inter vinnur ítalska titilinn í ár!!
Forza Inter
Kveðja Marciano