Það er ekkert launungarmál að dómarar gefa oft stærri liðunum meira svigrúm og dæma meira með þeim, það er í rauninni sálfræðilegt atriði sem að þjáir þá.
Þekkt er sú staðreynd að ekki er hægt að dæma víti á Man Utd, sér í lagi á Old Trafford, en ekki hefur sést meira af þeim á útivöllum heldur.
Mér er það sönn ánægja að sjá að það er verið að grípa til aðgerða á Ítalíu gegn þessari leiðinlegu staðreynd. Hvers eiga Chievo og Verona og öll hin litlu liðin að gjalda, þegar að dómarar láta stjórnast af öðru en því sem gerist inni á vellinum, og dæma stærri liðum vítaspyrnur þegar að þau þurfa á því að halda að skora.
Nú bíð ég spenntur eftir því að svipað fari að gerast í ensku deildinni.
Þess má geta að mér sem Lazio-manni er að sjálfsögðu í nöp við bæði Mílanó-liðin :)
Summum ius summa inuria