"Hollendingurinn fljúgandi Dennis Bergkamp" Hlutlaus grein frá mér í ísl103 :)

Hollendingurinn fljúgandi Dennis Bergkamp


Dennis Bergkamp er fótboltaunnendum vel kunnur. Hann er fæddur þann 10. maí 1969 í Amsterdam. Hann er goðsagnakenndur og er einn besti fótboltamaður allra tíma. Bergkamp er frægastur fyrir að þjóna enska liðinu Arsenal þar sem hann var sóknarmaður í um 11 ár, frá 1995-2006.

Foreldrar hans skírðu hann í höfuðið á fyrrum stjörnu Manchester United, Denis Law. Bergkamp byrjaði að spila með Ajax þegar hann var 12 ára gamall í gegnum hið fræga unglingastarf í Ajax. Hann spilaði sinn fyrsta leik með meistaraflokk þann 14. desember árið 1986 gegn Roda JC. Árið 1988 varð Bergkamp lykilmaður í liði Ajax sem varð hollenskur meistari árið 1990, vann evrópukeppni félagsliða 1992 og KNVB Cup 1993. Bergkamp skoraði 122 mörk í 239 leikjum fyrir Ajax allt í allt og var valinn leikmaður ársins 1992 og 1993.

Inter Milan:
Sumarið 1993 var Bergkamp síðan seldur til Inter Milan á Ítalíu en átti ekki eins góðu gengi að fagna á Ítalíu eins og á Hollandi, þó að hann hafi tekist að vinna evrópukeppni félagsliða í annað sinn árið 1994. Honum fannst erfitt að aðlagast varnarboltanum á Ítalíu og skoraði aðeins í rúmlega fimmta hverjum leik eða 11 mörk í 50 leikjum og átti ekki farsæl ár þar.
Arsenal:
Árið 1995 var Bruce Rioch við stjórnvölinn hjá Arsenal. Bruce ákvað þá að punga út 7,5 milljónum punda til að enda martraðir Bergkamp á Ítalíu og fékk hann til Englands. Þótti þetta ansi hátt verð á þeim tíma en sá peningur borgaði sig svo sannarlega. Bergkamp spilaði sinn fyrsta leik í ágúst 1995 gegn Middlesboro og átti erfitt uppdráttar hjá Arsenal meðan hann var að aðlagast Englandi. Eftir að hann hafði spilað 8 leiki skoraði hann loksins, það gerðist gegn Southampton. Hjá Arsenal spilaði hann oftar en ekki sem framherji fyrir aftan sóknarmennina, sem var í nokkur ár Ian Wright sem er næst markahæsti leikmaður Arsenal í sögunni, þökk sé einmitt mönnum eins og Bergkamp. Talið er að Bergkamp sé einn af þeim mönnum sem fleyttu Arsenal í röð þeirra bestu ásamt David Dein, þáverandi varaformanni Arsenal. Bergkamp var talinn hafa tælt hverja stjörnuna á fætur annarri til Arsenal en þá er sagt að stjörnurnar hafi orðið áhugasamari á að ganga til liðs við félagið.

En Bergkamp byrjaði ekki að blómstra á fyrsta tímabili, það var ekki fyrr en í september 1996 sem hann fór að finna sig, þ.e.a.s. þegar Arsene Wenger tók við stjórn Arsenal og lá það undir mikilli gagnrýni aðdáenda Arsenal þar sem Wenger var ansi óþekktur stjóri sem lítið hafði afrekað. En hann hefur sýnt snilli sína síðan þá og alið upp stórstjörnur eins og Thierry Henry, Ian Wright, Tony Adams, Patrick Vieira og svo auðvitað Dennis Bergkamp. Wenger er enn þann dag í dag að stjórna Arsenal og er með samning þar til 2011. Tímabilið 1997-1998 vann Arsenal tvennu, bæði FA bikarinn og ensku úrvalsdeildina og var Wenger þjálfari fyrsti erlendi þjálfarinn til að afreka það og sama ár varð Bergkamp PFA leikmaður ársins og varð fyrsti og eini leikmaðurinn til þessa sem hefur hreppt öll 3 sætin í keppninni „mark mánaðarins“ en þau komu öll í leik gegn Leicester City. Bergkamp skoraði 16 mörk þetta tímabilið og hjálpaði einnig hollenska landsliðinu að ná 4. sætinu á HM sama sumar (’98). Hann skoraði t.d. eitt af flottari mörkum síðari ára þegar þeir unnu Argentínu í 8-liða úrslitum.

Hann vann tvennuna aftur árið 2002, FA Cup 2003 og hjálpaði einnig Arsenal árið 2004 þegar Arsenal varð Englandsmeistari með því mikla afreki að klára heila leiktíð án taps, spiluðu 38 leiki, unnu 26 og gerðu 12 jafntefli. En dvöl hans hjá Arsenal hafði þó engin stór áhrif á Evrópukeppnirnar, með 2 undantekningum, árið 2000 í úrslitaleik UEFA Cup gegn Galatasaray sem þeir töpuðu, og gegn Barcelona í Meistaradeildinni 2006, sem þeir töpuðu 2-1.

Bergkamp var enginn svakalegur markaskorari, enda einn af óeigingjörnustu fótboltamönnum síðari ára, en hann var alveg svakalega góður liðsmaður sem hafði frábært auga fyrir stoðsendingum. Á árum Bergkamp skoraði hann 121 mark í 424 leikjum og lagði upp 166. Bergkamp hætti síðan fótboltaiðkun eftir tapleik Arsenal gegn Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu 2006 sem fram fór 17. maí 2006.

Tímabilið 2006-2007 fluttu Arsenal frá heimavelli sínum, Highbury og yfir á Emirates Stadium. Fyrsti leikurinn sem fram fór á Emirates var á milli Arsenal og Ajax, uppeldisliði Bergkamp, og var haldinn sem kveðjuleikur Dennis Bergkamp. Bergkamp á 4 börn sem öll voru lukkudýr á leiknum. Fyrri hálfleikurinn var spilaður af núverandi liðum Arsenal og Ajax en seinni hálfleikurinn var spilaður af gömlu kempum beggja liða. Þar má nefna gamlar stórstjörnur liðanna á borð við Ian Wright, Patrick Vieira, Emmanuel Petit and David Seaman fyrir Arsenal, Marco van Basten, Danny Blind, Johan Cruijff, Frank and Ronald de Boer fyrir Ajax.

Bergkamp hefur verið mikið hrósað fyrir hæfileika sína á vellinum. til dæmis sagði Thierry Henry, fyrrum framherji Arsenal og einn dáðasti leikmaður þeirra allra tíma þetta um Dennis: “Dennis er besti samherji sem ég hef nokkurn tíman spilað með. Það er draumur hvers framherja að hafa framherja eins og hann í liði með sér.”

Að lokum vil ég taka fram að ég vill þakka þeim sem setti greinina um Bergkamp inn á vefsíðu Wikipedia sem hjálpaði mér slatta við að muna suma hluti.