Arsenal og Juventus mættust áðan á Highbury í meistaradeildinni. Á 20. mínútu átti Patrick Viera þrumuskot á markið en Buffon varði það en þá kom Svíinn Fredrik Ljungberg hlaupandi og fylgdi skotinu eftir með marki 1-0 fyrir Arsenal. aðeins 8 mínútum síðar skoraði Thierre Henry annað mark Arsenal og þar með var staðan orðin 2-0 en þannig var staðan í hálfleik.
Á 49. mínútu minnkaði David Trezeguet svo muninn fyrir Juventus 2-1 var staðan orðin. Svo skiptust lipin á að fá færi þangað til á 86. mínútu. Þá skoraði Freddie Ljungberg annað mark sitt í leiknum og þriðja mark Arseanal eftir frábæran undirbúning Dennis Bergkamp svo staðan var orðin 3-1 og næstum gulltryggður sigur fyrir Arsenal. En leikmenn Juventus sögðu að boltinn hefði farið í hendina á Ashley Cole, varnarmanni Arsenal en þeir græddu ekkert á því Edgar Davids fékk bara gult spjald út úr því. Hinn leikurinn í þessum riðli fór svo Bayern Leverkusen - Deportivo 3 - 0.
Þannig að öll liðin í riðlinum hafa 3 stig.
ÚÚÚÚ spennandi riðill!
ari218