Bates missti það!!!!!!
Ken Bates missti stjórn á skapi sínu á skrautlegum ársfundi Chelsea Village plc sl. föstudag. Mikil gagnrýni kom fram á Bates rekstur félagsins sem skuldar 100 milljónir punda og tapaði 11 milljónum á síðasta ári. Bates sagði einum fundargest að setjast niður og halda kjafti, þegar hann var spurður út í hinn mikla samdrátt í hótel og ferðaþjónustu félagsins sagði hann “ Eftir hörmungarnar 11 september er sérstaklega erfitt að eiga viðskipti Bandaríkjamenn sem eru óttalegar skræfur þrátt fyrir allar Rambo myndirnar sínar. ” Hann sagði að félagið væri með of stóran hóp leikmanna en vandamálið væri að finna einhverja til að kaupa leikmenn af félaginu “ Hoddle, Gullit og Vialli keyptu bara gamla leikmenn á háum launum og við erum að reyna að breyta því. En þegar að fyrrum stjórar hafa keypt ”sítrónur“ þá sitjum við uppi með þær. Síðan eru leikmenn eins og Di Matteo sem hefur verið meiddur í 14 mánuði og við þurfum að borga honum laun þrátt fyrir að hafa þurft að kaupa mann til að leysa hann af, Jokanovic hvað sem mönnum finnst svo um hæfileika hans. ” Fjármálastjórinn Michael Russell viðurkenndi í fyrsta skipti að félagið gæti ekki greitt 75 milljón punda lánið sem á að vera uppgreitt 2007 og væri ætlunin að fá annað lán. Bates lýsti yfir fullu trausti á Ranieri “ Við höfum aðeins tapað einum leik á leiktíðinni og Ranieri er góður framtíðarþjálfari. Eins og hjá öllum öðrum félögum eru einn eða tveir leikmenn sem eru bara fyrir peninginn en lang flestir eru allveg jafn pirraðir og þið öll þegar að þeir standa ekki undir væntingum. ” Bates sem verður sjötugur á þriðjudag varaði gagnrýnendur sína við í lokinn “ Svo framarlega sem ég hef stuðning 51% hluthafa þá held ég áfram og ég á 60%! ” Mikið var um hrópanir og framíköll og nokkrum sinnum var kallinn púaður niður.