Howard Wilkinsson, sem stýrir enska landsliðinu gegn Finnum á morgun, hefur valið byrjunarlið Englendinga fyrir leikinn. Einna mesta athygli vekur að Teddy Sheringham, sem kom inn í hópinn á síðustu stundu, fer beint inn í byrjunarliðið.

Byrjunarlið Englands verður þannig skipað:

David Seaman - Phil Neville, Gareth Southgate, Martin Keown (fyrirliði), Gareth Barry - Dennis Wise, Ray Parlour, Paul Scholes - Teddy Sheringham, Emile Heskey, Andy Cole.

Það er nokkuð ljóst að Wilkinson ætlar að sækja gegn Finnum. Mér finnst furðulegt að sjá Sheringham inná en það er gaman að sjá Heskey í byrjunarliðinu. Mín spá er samt sú að annaðhvort cole eða Sheringham verður tekinn útaf í hálfleik og Owen settur inná!
kv.