Sælir félagar…

Langaði svolítið að fjalla um Bayern Munchen, þýsku risana.

Bayern Munchen átti sennilega sitt lélegasta tímabil lengi þegar liðið náði einungis UEFA sæti í Bundesligunni. Margir voru ósáttir, þá aðalega stuðningsmennirnir. Þjálfarinn fauk og inn kom Hitzfeld.

Tímabil Bayern byrjaði á hreingerningum hjá Hitzfeld, engar smá breytingar á hópnum.
Margir stjórar hefðu látið nægja kaup á einum heimsklassa striker þegar þú ert með Santa Cruz, Pizzaro, Maakay og Podolski, en neinei, hann kaupir amk 2 heimsklassa stjörnur inn í Bayern og selur Santa cruz, Pizzaro og Maakay og fær til sín Toni frá ítalíu og Miroslav Klose frá Werder, enginn smá kaup hjá kallinum.
Hann var ekki hættur, hann fær til sín einnig einn Altintop bræðranna sem er sóknarmaður líka.
Enn er Hitzfeld ekki hættur og fær til sín einn besta kanntmann í heimi Ribery, þá vildu margir meina það að þá væri nú ekki hægt að bæta við.
Hann bætir þrátt fyrir það við sig með því að fá Zé Roberto til sín aftur og fjárfestir svo í Jansen.

Tímabilið hefur byrjað frábærlega fyrir Bayern, og að ég held þá er þetta besta byrjun í sögu félagasins.
Þeir byrja frumraun sína á Nýliðum Hansa Rostock og gjörsamlega valta yfir þá, margir vilja meina að Klose hafi klárað þennan leik einn með því að skora 2 og leggja upp það 3 sem Toni
skoraði í 3-0 sigri.

Næst var það Werder Bremen sem misstu Klose, þrátt fyrir það var þeim spáð í baráttuni um titilinn, en Bayern gerði sér lítið fyrir og tók þá í kennslustund á útivelli og unnu þá 4-0, Þar sem Ribery, Toni, Ottl og Altintop settu allir sitt markið, en Bayern varð fyrir meiðslum á Klose í þessum leik þar sem hann fór útaf í fyrrihálfleik og verður frá í nokkurntíma.

Svo var það Hannover um helgina og það var skellur eins og hinir leikirnir 3-0 fyrir Bayern. Þar sem Toni, Van bommel og Altintop settu mörkinn.


Bayern er búið með 3 leiki og eru efstir með 3 sigra og markatöluna 10-0 !!!

- Kahn
- Lell, Lucio, Demichelis, Lahm
- Schweinsteiger, Van Bommel, Zé Roberto, Ribéry
- Toni, Klose
Tel þetta vera sterkasta lið þeirra.

Nú er það bara er eitthvað lið að fara slá þeim við? Held að Schalke eigi ekki breik í þá og ekki Stuttgart heldur :S
Bayern eru bara alltof sterkir.
Mín spá er sú að þeir eigi eftir að klára alla bikara sem þeir eiga í boði, þar að segja Bundesliguna, Bikarinn og UEFA cup.

Hvað finnst mönnum um þetta? Er Bayern ósigrandi með þetta lið?