Manchester United tapaði enn einum leiknum í dag, nú á móti Chelsea á Old Trafford 0-3. Það er athyglisvert að fylgjast með Manchester liðinu þessa daganna, þeir virðast verða meira og meira mannlegir og heljartak þeirra á ensku deildinni virðist verða æ minna með hverjum leiknum.
Mario Melchiot skoraði fyrsta mark Chelsea í dag, síðan var röðin komin að Jimmy Floyd Hasselbaink og Eiður Smári setti þriðja markið inn. Manchester voru heppnir að það fór ekki verr vegna þess að þeir fengu eitt skot í slána líka. Sir Alex sagði eftir leikinn að Manchester yrðu ekki meistarar á þessu ári, þeir væru einfaldlega að spila of illa til þess.
Á meðan á öllu þessu gekk vann Liverpool Derby 1-0 þar sem Michael Owen skoraði sigurmark Liverpool í fyrri hálfleik og Jerzy Dudek varði vítaspyrnu frá Silfur Refnum og eitt núll sigur Liverpool staðreynd.