Leikmannamarkaðurinn Sumarið 2007 verslunarlisti stórliðana sumarið 2007

eftirfarandi lið eru í þessari grein
Manchester United
Liverpool
Chelsea
Arsenal
AS Roma
Internazionale Milano
AC Milan
Juventus
Barcelona
Real Madrid
Lyon
Bayern Munchen
Valencia


þessi grein er til að skapa hlutlausa umræðu um leikmannakaup stórliða evrópu þetta sumarið. Komment eins og LIVERPOOL OWNA eða MAN UTD ERU BESTIR eru afþökkuð og hvet ég til hlutlausrar umræðu.

Þetta er byggt á stærstu kaupunum og mínum skoðunum á þeim.

Manchester United
alltof mikill peningur í “efnilega” leikmenn, ekki þeirra tímabil en kannski komandi tímabil.

Nani að mínu mati óþörf kaup en samt góð. Nani er stórkostlegur leikmaður og hæfileikarnir eru til staðar en hvort hann hafi neistann er spurning sem verður vonandi fljótt svarað.

Anderson Gáfuleg kaup hjá fergalicius að kaupa brasilískan playmaker enda veitir ekki af almennilegum arftaka Scholes og Giggs þegar þeir leggja býfurnar á hilluna.

Owen Hargreaves Lang bestu kaup Fergalicius að fá þennan snjalla miðjumann til sín. Fílað þennan leikmann lengi en var pínu svekktur að hann fór frá þýskurum til Englands aftur, en hann á eftir að standa sig í PL án efa.

Carlos Tevez Tevezen er frábær leikmaður en algjör vandamála pakki sem ég er feginn sem west ham maður að losna við. Hann er búinn að kjöldraga West Ham algjörlega þrátt fyrir að bjarga þeim. Hann slær ekki í gegn held ég því hann á eftir að sakna þess að vera kóngurinn hjá hömrunum. Geggjaður playmaker og góður character.

Liverpool
poolarar eru búnir að vera duglegir á markaðnum og virka sannfærandi. En hafa þeir neistann til að taka þetta tímabil? Ég held það nú bara.

Fernando Torres Spænskur striker í hæsta gæðaflokki, á Spáni það er að segja. Hvort hann hafi það sem þarf í ensku er stórs spurningin. Hann byrjaði frábærlega á móti Chelsea og skoraði flott mark. Hann er mjög góður striker og á eftir að skora einhver mörk fyrir poolara.

Andryi Voronin Úkraínskur striker sem á eftir að slá verulega í gegn. Ég get svo svarið það að ég held að þessi kaup hafi verið þau bestu hjá liverpool og ef víða væri leitað. Þessi eitraði framherji hefur verið á föstu með Leverkusen lengi og er komin núna með alvöru challange. Erfitt verkefni en hann hefur það sem þarf, alvöru tankur.

hellingur af ungum leikmönnum Rólegir félagar að skella pening í unglingaliðin…. Kannski stjörnur í framtíðinni? örugglega ekki 10% af þeim en kannski segja menn.

Yossi Benayoun Hvað í f*****anum voru west ham að pæla að selja þennan snilling? Útskýrir sig sjálft að þessi maður á eftir að gera hluti fyrir Liverpool sama hvort þeir séu smáir eða stórir þá er þessi maður tvímælalaust einn af betri kaupum sumarsins.

Ryan Babel Veit ekki mikið um þennan mann annað en að hann er ösku fljótur og gífulega skotfastur kantur. Hann var hættulegur á móti móra og félögum og á eftir að gera góða hluti.


Chelsea
mikið af skynsömum kaupum hjá móra moldríka þetta sumarið. Hann ætlar sér árangur og styrkir liðið til muna á öllum sviðum svo hægt sé að losa sig við varaskeifur í klassa fyrir neðan.

Tal Ben-Haim gífulega vanmetinn varnarjaxl. Bregst liði sínu sjaldan og getur verið mjög stöðugur ef byrjunarliðið bíðst. Fær að sitja á bekknum oftar en ekki enda Carvalho betri, en samt klassa leikmaður þarna á ferð. Góð kaup hjá Móra.

Claudio Pizzaro Sterkur striker sem er strax búinn að skora fyrir Chelsky. Hávaxinn og sterkur skallamaður sem á eftir að koma til eftir að líður á tímabilið. Svipaður og Drogba og samkeppnin verður milli hans og Sheva þetta árið.

Steve Sidwell Miðjumaður á uppleið. Gríðarlega mikilvægur hlekkur hjá Reading í fyrra og sýndi þar og sannaði að hann er Lampard og Gerrard jafningi ef hann spilar sem best. Góð kaup hjá Móra og hlakka til að sjá hann þroskast.

Belletti alveg út í bláinn þessi kaup þó góð séu. Móri fékk ekki Alves svo hann skellti sér á plan B. Belletti er reynslumikill og á eftir að slá Ferreira strax úr liðinu enda er hann pissudúkka.

Alex loksins…. þessi maður er góður í einu orði sagt.. Engin þörf fyrir plebba á bekknum því Alex á eftir að taka þá í kennslustund. Mikil eftirvænting var eftir þessum skiptum.

Florent Malouda að mínu mati bestu kaup sumarsins á englandi með Voronin. Hraður og eitraður kantur sem sló svo SANNARLEGA í gegn með Lyon og var valinn maður frönsku deildarinnar tvö ár í röð. Snillingur hér á ferð og snilldar kaup.


Arsenal
ekki mikið að gerast í leikmanna kaupum hjá gunners en gæti verið að Wenger sé að búa til annan Henry? Eina sem ég get séð í spilunum hjá Arsenal er að Lehman fari loksins á hilluna.

Eduardo De Silva mjög efnilegur leikmaður sem kemur frá Króatíu til að efla sóknarleik Arsenal og var boðinn kærlega velkominn í ensku deildina af Blackburn mönnum. Skotfastur og hittinn á markið.

Lukasz Fabianski efni í góðan markvörð, enda veitir ekki af þar sem að úrbrunnin fellibylur stendur á milli stanga Arsenal þessar stundirnar. Vonandi næsti David Seaman ;)

Bacary Sagna kom mér virkilega á óvart. Halakarta frá Frakklandi og gæti vel orðið jafn landa sínum Vieira. Skemmtilegur og fjölhæfur strákur og sniðug kaup hjá Vigga gamla.


Bayern Munchen
Rosaleg kaup hjá bæjurum svo lítið sé sagt. Keyptu nokkur af stærstu nöfnum á markaðnum og eiga virkilega séns í að vinna UEFA championsleague dolluna eftir ár.

Luca Toni engin efast um ágæti þessa snjalla leikmanns frá Fiorentina. Sló verulega í gegn og kom Fiorentina á kortið. Fastamaður í landsliði Ítala og snilldar klárari. Topp kaup.

Franck Ribery geðsjúkur leikmaður í heimsklassa. Öll stórlið evrópu vildu þennan snilling sem sló hressilega í gegn á HM 2006. Fáránlega fljótur og teknískur kantur. Á eftir að slá verulega mikið í gegn ef hann kemst á skrið með bæjurum.

Hatim Altintop frábær kaup hjá þýsku bavíönunum. Sló í gegn með Shalche í fyrra og var tvímælalaust einn af betri leikmönnum í Bundesliga. Erfið barátta í byrjunarliðið en góð áskorun fyrir þennan snilldar leikmann.

Miroslav Klose markahæsti leikmaður HM2006. Með betri leikmönnum heims og finnst vart betri klárari en þessi gífurlega sterki þjóðverji. Bjóst alltaf við að hann færi til Englands en sú var ekki raunin.


Barcelona
rugl mikill peningur þar á ferð og sterkasti leikmannahópur heims á blaði. En spurningin er hvort það skiptir máli á vellinum? Finnst Real Madrid líklegra vegna liðsheildarinnar þar á bæ.

Thiery Henry einn af bestu leikmönnum heims og FÁRÁNLEGUR PENINGUR fyrir þennan mann. Ein bestu kaup markaðsins ef ekki bestu. Okkar maður á eftir að eiga erfitt gegn þessum knáa Frakka.

Gabriel Milito skildi ekki þessi kaup hjá Ríkharði og geri ekki enn. Finnst ekki vanta menn í þessa stöðu og þessi peningur var rosalegur. Finnst ekki gáfulegt að raða inn brössum og argentínumönnum í liðið þar sem þessar þjóðir vinna ekki neitt spes saman og getur soðið upp á milli.

Eric Abidal Geggjaður leikmaður sem sló eins og margir frakkar í gegn á HM 2006. Getur spilað í hægri bakverði eða í miðri vörninni. Fjölhæfur leikmaður og kemur til með að leggja upp slatta og verja markið betur en Valdez mun einhverntíman gera.

Yaya Toure á ennþá ekki orð yfir þessi kaup. Skil ekki Ríkharð og hans kaupkaupkaupkaupæði


Real Madrid
Madridingar spörkuðu Capello vegna skorts á skemmtilegum fótbolta þrátt fyrir að árangursríkur væri. Þeir stefna á að verja titilinn og eiga vel séns í það að mínu mati. Sterkasta liðsheildin þarna og reynslan er gífuleg.

Gabriel Heinze eftir að hafa verið hafnað að ganga til liðs við Poolara fór hann óvænt til Real. Þessi sterki og grófi argentínumaður á eftir að koma sér skemmtilega fyrir með félögum sínum frá Argentínu þar á meðal nýstirnið Fernando Gago.

Arjen Robben stór mistök hjá Móra að selja þennan örvfætta snilling. Vælukjói en með sprengikraft í LAGI. Stórgóður kantur sem á eftir að slá í gegn enn meira með Real Madrid.

Javier Saviola Góður leikmaður sem á eftir að vinna vel með hinum Argentínumönnunum og skila af sér mörgum mörkum við hliðina á Raúl og Ruud. Vinnuhestur og teknískur klárari.


Valencia
Valencia er með feiki sterkt lið en ekki meistara lið í mínum augum. Halda áfram að draga á Barca og Real en eiga aldrei séns á titlinum ef spá mín rætist.

Nikola Zigic sterkur Króati sem á eftir að spila vel með David Villa. Þeir gætu myndað besta sóknarpar deildarinnar ef vel fer en ég set vonir mínar ekki hærri en það.

Ivan Helguera góður leikmaður en er einfaldlega með Real Madrid hjarta svo hann á eftir að floppa þarna hjá Valencia mönnum. Því miður er þetta bara raunin um marga ágæta menn sem fara seint frá félagi sínu. Odds are bad :(


Lyon
Lyon ver titilinn í frönsku deildinni að öllum líkindum og heldur áfram að spila töfrandi fótbolta með meistara Juninho í fararbroddi. Skemmtilegt lið en ekki evrópumeistarar.

Frederic Roux eftir meiðsli Coupet þurftu Lyon menn markmann til að halda liðinu uppi svo allt færi ekki í Lehmaninn. Þeir segja Roux vera nógu og góðan til þess.

Fabio Grosso mjög öflug kaup að fá þennan snjalla ítalska bakvörð til sín. Á eftir að slá í gegn hjá Lyon og hella ítölskum áhrifum í leik Lyon. Verður fróðlegt að sjá hvernig hann stendur sig á komandi tímum.

Mathieu Bodmer þetta verða tipp kaup ársins. Bodmer spilar eins og jójó og verða Lyon menn að koma stöðugleika á drenginn því það eru hæfileikar þarna til staðar. Hættuleg kaup en gætu reynst frábær.

Milan Baros strax byrjaður að skora og skemmta mönnum í Frakklandi. Ótrúlegur drengur sem kom skemmtilega á óvart með Tékklandi á EM 2004. Sofandi risi þarna á ferð.


AC Milan
Milan menn fara strax í titilbaráttuna eftir ævintýralegt tímabil. Þetta verður harður slagur milli Milan liðana og Rómverja. Verður mest spennandi deildin þetta árið ef ég hef rétt fyrir mér núna :)

Emerson reynslubolti þarna á ferð sem eitt sinn sveik rómverja með hinum feita Cassano og skapofsa Capello. Góður leikmaður og góð kaup hjá AC þótt þeir þurfi varla meiri reynslu í liðið sitt.


Juventus
þá er KR komið aftur upp og freistar þess að vinna dolluna aftur. Ég vona fótboltans vegna að þeim takist það ekki og má Torino borg fara til neðra fyrir mér.

Tiago ég einfaldlega trúi því ekki að þessi frábæri portúgalski knattspyrnumaður hafi farið til Juve. Stórkostleg kaup hjá Juve og kanski verða þeir ekki jafn hel leiðinlegir og þeir voru.

Iaquinta annar frábær knattspyrnumaður þar á ferð sem er búin að sanna sig með landsliði Ítala og getur kanski komið einhverju viti í KR drengina. Spennandi að sjá hvað nýju mennirnir gera fyrir nunnurnar.

Cristiano Zanetti þessi skipti fóru alveg framhjá mér en þessi prúði leikmaður hefur verið hjá inter seinustu ár og staðið sig með prýði þar á bæ. Vonandi kemur hann skemmtun í Juve vörnina.


Internazionale Milano
þeir eru með brjálaðan leikmannahóp og gera nú fyrst alvöru tilkall að meistaradolluni. Frábært lið með marga af skemmtilegri leikmönnum samtímans. Alvöru meistaralið hér á ferð.

Christian “svikari” Chivu þetta fífl laug upp í opið fésið á okkur Roma mönnum þegar hann sagðist elska klúbbin en tók hann hvaða tækifæri sem honum bauðst til að reyna að skipta um klúbb. Hreinræktað fífl en góður leikmaður. Gangi þér vel.

Davide Suazo rosalegur leikmaður sem sló Adriano strax úr liðinu og er búin að standa sig með prýði í leikjunum sem hann er búin að spila. Alvöru vinna í þessum dreng. Flott kaup hjá Nazzurri.

Luis Jimenez eina sem ég veit um þennan dreng er það sem ég hef heyrt og séð í tölvuleikjum. Lítur út fyrir að vera gífulegt efni og Inter með fín kaup þarna.


AS Roma
þá eru það rómverjanir. Þeir eru með skemmtilegasta lið heims akkúrat þessar mundinar og eru að styrkja það mikið. Þrátt fyrir að Juan meiddist erum við í góðum málum og gerum alvöru tilkall að dolluni þetta árið.

Ludovic Giuly hraður, teknískur og balanseraður leikmaður sem kemur úr herbúðum Barcelona. Mjög góð kaup hjá Spaletti því það vantaði hægri kant eftir að Wilhelmson fór. Stórlega vanmetinn leikmaður.

Cicinho skemmtilegur bakvörður úr herbúðum Real Madrid og gengur hann til liðs við félaga sína frá Brasilíu þá Taddei, Doni og Juan. Verður fróðlegt að sjá kauða spila fyrir okkur.

Mattero Brighi kom til roma frá Chievo sem féllu, stóð uppúr í liðinu sem stóð sig ágætlega þrátt fyrir fall. Ágætis leikmaður sem gæti staðið sig ágætlega fyrir bekkinn hjá rómverjum :)

vonandi sé ég Del Horno fara til Roma líka :)





þá er það komið í bili en updates koma síðar.

ég vill benda á það að ég hafði lið eins og Deportivo, Sevilla, Werder Bremen og fleiri ekki með því mér finnst þetta vera það stærsta og ég get ekki verið með allt :)

takk fyrir mig og vonandi hafið þit not af þessu kæru hugarar

kveðja
Addikongu
Dyggur stuðningsmaður AS Roma frá hinni eilífu borg.. FORZA ROMA