Ég var að rifja upp umræðuna sem var fyrir tæpu ári síðan um það hvað Houllier hefði eytt miklum peningum í leikmenn síðan hann kom til Liverpool, og þá varð mér hugsað til David O´leary, stjóra Leeds. Núna er “vöruskiptajöfnuður” Liverpool síðan Houllier tók við í kringum 30-40 milljón pund í mínus og hefur hann samtals eytt 70 milljónum í leikmenn þessi rúmu 3 ár sem hann hefur verið við stjórnvölinn. Leeds undir stjórn David O´Leary hafa núna eytt 96 milljónum, og fengið lítið til baka (einhver Leedsari sem veit hvað þeir hafa selt fyrir mikið? Það nær ekki 15 milljónum held ég)
Er ekki krafan þetta tímabil að O´Leary fari að skila titlum? Staðan í deildinni er góð en það hefur líka sýnt sig að ef lyklmenn eins og Kewell vantar þá er liðið brothætt. Þeir eru enþá í UEFA keppninni en dottnir útúr deildarbikarnum. Er ekki alveg lágmark að Leeds vinni einn bikar í ár? Ég veit það að ef ég væri Leedsari þá væri það algert lágmark.
Svo verð ég nú líka að segja að sum kaup O´Leary hafa ekkert komið neitt sérstaklega út, og þá sérstaklega Robbie Keane. Fyrir þann pening sem var borgað fyrir hann myndi maður halda að hægt væri að krefjast meira. Síðan hefur Viduka verið MJÖG kaflaskiptur, t.d. gekk hann frá Liverpool í fyrra algerlega hjálparlaust (ekki mikið annað líf í Leeds þá). Svo á hann stundum marga leiki í röð þar sem hann rembist eins og rjúpan við staurinn en verður lítið úr verki.
Hvaða skoðanir hafa Leedsarar um þessi mál? Góður séns á titli hjá ykkur, en Hvað gerist nú ef Fowler floppar algerlega? (það eru nú einhverjar líkur á því að hann einfaldlega eigi ekki eftir að skora neitt af viti fyrir ykkur :) )
Sætið þið ykkur við O´Leary svo lengi sem þið eruð í toppbaráttu?.
Ég spái Leeds þriðja sætinu í deildinni, undanúrslit í UEFA og jafnvel í FA bikarnum líka.