Eiður Smári skoraði 2 mörk gegn Leeds
Í gær áttust við 2 stórlið í enska boltnaum sem eru Leeds og Chelsea og var Eiður Smári Guðjohnsen í byrjunarlið Chelsea. Leikurinn var í deildarbikarkeppninni og á Elland Road heimaveli Leeds svo flestir voru búnir að spá þeim sigri. En það kom annað inn í spilið. Chelsea lék aðeins betur en Leedsararnir í fyrri hálfleik en samt var staðan 0-0 í hálfleik. En á 58. mínútu leiksins skoraði Eiður Smári fallegt mark fyrir Chelsea og þar með var komið 0-1 yfir. Chelsea spilaði seinni hálfleikinn mun betur en Leeds svo David O´leary þjálfari Leeds gerði þá skringilegu skiptingu að Michael Duberry varnarmaður kom inn á í sóknina og þar með var leikskipulag Leeds orðið 3-4-3. En það gerði ekki mikið gagn því á 79. mínútu skoraði Eiður Smári annað mark sitt í leiknum og kom Chelsea yfir í 0-2. En markið kom því miður upp úr því að Slavicia Jokanovic gekk hreinlega frá Jason Wilcox leikmanni Leeds sem hefur verið mikið meiddur að undanförnu með rosalegu sparki sem dómarinn sá ekki. Stuttu síðar kom´barst sú frétt að hann væri að öllum líkindum fótbrotinn. Eftir að þetta gerðist urðu Leedsararnir mjög pirraðir og snérist leikurinn hreinlega upp í eitthvað allt annað en fótbolta. Alan Smith gaf t.d Greame Le Saux olnbogaskot sem dómarinn sá ekki og héldu flestir að Le Saux væri nefbrotinn. Það er greinilegt að Alan Smith þarf að passa sig því þetta var ekki í fyrsta sinn sem hann gefur leikmanni olnbogaskot. Dómarinn í þessum leik stóð alls ekki fyrir sínu og hefði mátt gefa bæði Slavicia Jokanovic og Alan Smith rautt spjald.