Guðni Bergsson hefur látið í ljós að hann sé reiðubúinn að hætta að spila með Bolton eftir að þessu tímabili lýkur.
Þessi íslenski varnarmaður er líklega að spila sitt besta tímabil með Bolton eftir að hafa ákveðið seinasta sumar að fresta því um eitt ár að hætta eftir að Bolton komumst upp.
Framkvæmdarstjóri Bolton Sam Allardyce vonast til þess að Guðni framlengi samning sinn um að minnsta kosti eitt ár í viðbót.
En Guðni sem er að undirbúa sig undir leikinn við Southampton í deildarbikarkeppninni lét hafa eftir sér að eins og staðan væri í dag þá væri hann ekkert að hugsa um að spila annað tímabil. Hann vill flytja aftur heim til Íslands og klára lögfræðinámið sitt.
Þar sem konan hans og tvö börn þeirra búa á Íslandi hefur þetta verið erfitt fyrir Guðna að vera úti og koma síðan alltaf að kofanum tómum á kvöldin. Einu skiptin sem hann hittir fjölskyldufólkið sitt er þegar það eru frí í skólanum.
En Sam Allardyce framkvæmdarstjóri Bolton segir að því lengur sem þeir haldi sig í Úrvalsdeildinni þeim mun lengur muni Guðni vera með þeim.