Fowler fer Það virðist nokkuð ljóst að Fowler sé á förum frá Liverpool. Þar sem hann á aðeins 18 mán. eftir af samningi sínum eru Púllararnir tilbúnir að hlusta á tilboð en vilja fá amk 15 millur. Leeds, Blackburn og Lazio eru líklegust til að slást um pilt.
1. Þeir hjá Lazio hafa ítrekað lýst yfir áhuga á Owen en allir vita að þeir eiga ekki séns í að krækja í hann. Í fyrsta lagi selur Liverpool ekki drenginn og í öðru lagi á Lazio ekki krónu með gati en raunverulegur áhugi þeirra er að fá Fowler. Þeim hefur nú heldur ekki gengið alltof vel.
2. Blackburn vantar striker til að vera með Matt Jansen í framlínunni. Þó finnst mér það persónulega ólíklegt að Fowler fari þangað, með fullri virðingu fyrir Blackburn sem er að standa sig ágætlega.
3. Líklegast er talið að hann fari til Leeds. Viduka og Kewell eru slatta mikið frá og Keane og Smith að berjast um sæti með Viduka í liðinu, svona yfirleitt. Málið er að Roma hafa endalaust verið að jagast í Leedsurum um að fá Viduka, fyrir einar 20-25 millur (hann var keyptur frá Celtic á 6). Mér skilst að Viduka hafi fengið leyfi til að ræða við Roma og nokkuð ljóst að hann hefur alveg áhuga á að spila á Ítalíu og fá grilljón lírur í vasann. O´Leary er alveg sáttur við Fowler sem hefur skorað í öðrum hverjum leik með Liverpool (171 mark í 330 leikjum) og mér þætti það ansi athyglisvert að sjá hann í Leedsbúningnum. Minn uppáhaldsmaður er þó Alan Smith sem verður striker no 1 hjá Englandi eftir nokkur ár (spái ég). Þó er talið að Leedsarar séu ekki alveg tilbúnir að snara út 15 millum fyrir hinn 26 ára gamla fyrrum nefplástursfíkil.
Miðlar eru að velta því upp að Liverpool vilji Dwight Yorke frá Man utd fyrir 10 millur en menn keppast nú við að segja þetta bull. Er eitthvað betra að sitja á bekknum í Liverpool fremur en í Manchester?