
Ætti Manchester ekki að finna sér annan markmann ? Það er ekki eins og þetta sé að koma einstökum sinnum fyrir að hann sé að klúðra. Á móti Deportivo skrifuðust tvö mörk á hann og líka á móti Arsenal í gær. Vörnin hjá Manchester er búin að vera eins og gatasigti og þeir eru búnir að fá á sig 23 mörk í 12 leikjum, ef þeir laga þetta ekki geta þeir gleymt því að verða meistarar. Persónulega var ég mjög ánægður með þessi úrslit og það hlakkar í mér að sjá að Manchester vinnur ekki alltaf. Þeir ættu kannski að fá Sander Westerveld frá Liverpool, eða reyna að fá Schmeicel aftur hann hefði ALDREI gert svona mistök.