Í gær fór fram landsleikur Íslands gegn Tékklandi í Tékklandi. Voru það Tékkarnir sem voru mikið betri en Íslendingarnir og rústuðu þeir okkur hreint 4-0. Fyrsta markið skoraði risinn Jan Koller úr ágætum skalla mjög öruggt í vinstra hornið. Síðar skoruðu Tékkarnir annað markið og var aftur tröllinn Jan Koller á ferð með skalla eftir hornspyrnu sem fór fyrst í Hermann, svo Birkir og þaðan í netið, hægt að dæma þetta sjálfsmark. Síðar voru Tékkarnir aftur á ferð, skömmu síðar eftir mikinn miskilning íslenska liðsins í vörninni rakst boltinn til stjörnunnar Pavel Nedved sem negldi knettinum hátt í vinstra hornið. 3-0 var þá staðan og sú var hún í hálfleik. Síðari hálfleikurinn var daufari en í honum fengu tékkarnir vítaspyrnu eftir að Helgi Kolviðsson hafði brotið á sér. Tók Jan Koller vítaspyrnuna í skemmtilegu tilhlaupi, náði hann fastu skoti en Birkir Kristinsson varði vítaspyrnuna vel. Undir lok leiksins gerðu tékkarnir fjórða markið og var það stórstjarnan Pavel Nedved hjá Lazio á ferð beint úr aukaspyrnu.
Íslendingar hafa nú fengið 0 stig af 6 mögulegum og eiga erfitt verkefni fyrir höndum, næsti landsleikur verður á miðvikudaginn á Laugardalsvelli gegn Norður Írum, verður þá Brynjar Björn Gunnarsson með en hann lék ekki með liðinu í gær vegna leikbanns.