Arsenal stuðningsmaður skrifar..
Nú lítur allt út fyrir það að á næstu dögum muni að mínu mati stærsti leikmaður í sögu Arsenal, Thierry Henry, yfirgefa félagið til hinna leiðinlegu Barcelona manna sem unnu okkur svo eftirminnilega í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrra, 2006.
Henry var afskaplega lítið nafn í boltanum þegar hann skrifaði undir samning hjá Arsenal undir stjórn Arsene Wenger árið 1999. Allt kom fyrir ekki og átti þetta eftir að verða okkar mikilvægasti leikmaður í liðinu komandi ár. Samkvæmt heimildum frá arsenal.is spilaði Henry 370 leiki fyrir Arsenal og skoraði í þeim 226 mörk sem gerðu hann að mesta markaskorara síðan Ian Wright skildi við félagið.
8 árum síðar eftir alla þessa velgengni og titla-afurðir með Arsenal hefur hann ákveðið að segja skilið við liðið og ganga til liðs við spænsku dúllurnar í Barcelona, liði sem ég hélt að ég hefði haft hjarta fyrir en geri nú alls ekki lengur eftir að hafa unnið okkur í leiknum eftirminnilega og kaupa okkar besta mann til sín. Barcelona, nei takk!
Nú er spurningin hins vegar sú.. ná Arsenal menn að plumma sig eftir þessa miklu blóðtöku? Skarð Vieira varð fljótlega fyllt af hinum bráðefnilega spanjóla, Cesc Fabregas en er hægt að fylla skarð eins mikillar markamaskínu í sama gæðaflokki og Henry? Það er spurning sem erfitt er að svara en það eru hreinar línur að Arsenal liðið undir stjórn Arsene Wenger getur vel staðið í lappirnar án Henry einsog þeir gerðu og sýndu á nýliðnu tímabili. Lið með þennan meðalaldur og leikmenn sem endar í fjórða sæti með jafnmörg stig og Liverpool og á eftir stærstu liðum Evrópu, Man Utd. og Chelsea, getur ekki annað talist en frábært knattspyrnulið. Svo ekki sé talað um skemmtanagildi knattspyrnunnar sem þeir spila, eina sem vantar er að raða inn fleiri mörkum og þá reynir á stjórann snjalla, Arsene Wenger, að finna nafn sem getur halað inn þessum mörkum. Fyrir hafa þeir leikmenn á borð við Robin van Persie sem er góður, Adebayor sem mætti vera duglegri að skora en vinnusamur er hann á vellinum og sterkur og svo Nicklas Bendtner sem er gríðarlega upprennandi fyrir okkar menn með möguleika svo á Theo Walcott.
Næsti hausverkur er hins vegar sá að nú á Arsene Wenger aðeins eitt ár eftir af samningi sínum og enn er allt óljóst hvað hann kemur til með að gera eftir það. Fyrir hefur hann misst David Dein stjórnarformann og líklega Thierry Henry á næstunni, hans uppáhaldsmenn líklega í klúbbnum. Ef Wenger fer á brott er ansi líklegt að Fabregas fari sömu leið sem yrði auðvitað hræðilegt!
Ég sé ekki frammá annað en að ég krossleggi fingur næstu nætur og biðji til Guðs að Wenger geri frábær og óvænt kaup á þessu sumri fyrir komandi tímabil. Nöfn sem ég væri til í að sjá aftaná Arsenal treyju væru líklega Carlos Tevez, Frederic Kanoute, Nicolas Anelka eða jafnvel Eiður Smári. Því það er ljóst að Arsenal fer ekki inní næsta tímabil með vonir á titlum án þess að styrkja framlínuna betur en með áðurnefnt þremenninga par sem gætu átt á hættu að meiðast.
Framtíð Arsenal eftir brotthvarf Thierry Henry verður nú eitt risastórt spurningarmerki en það verður jafnframt rosalega spennandi að fylgjast með hvað Arsene Wenger mun taka til bragðs.
Henry skilur eftir sig stórt gat í leikmannahópi Arsenal en hinsvegar spilaði hann lítið á síðastliðnu tímabili þrátt fyrir velgengi Arsenal manna og hann er kominn á seinni ár ferils síns. Einnig skilur hann eftir sig fyrirliða stöðuna sem mér fannst hann ekki skila nógu vel af sér, ég vill að annaðhvort Gilberto Silva eða Kolo Toure hirði fyrirliða stöðuna. Finnst framherjar ekki getað skilað þessu hlutverki nógu vel.
Að lokum vonast ég bara til þess að framtíð Arsenal og sömuleiðis Thierry Henry verði björt, Henry á allt gott skilið og hann skilur við Arsenal í góðu og við stuðningsmenn Arsenal getum prísað okkur sæla að hafa séð hann eldast og eflast með hverjum deginum hjá Arsenal. Besti leikmaður Arsenal fyrr og síðar, allavega framherji - punktur!
Heimildir: www.arsenal.is